Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 3
Lfig?jöf og landsstjrtrn.
5
gert af stjórnarskrármönnum, ef peir vildu vera sjálfum sér
samkvæmir, að halda málinu áfram með pví að sampykkja
frumvarpið eldra alveg óbreytt, enn sagði jafníramt, að pað
»væri með öllu ótiltækilegt«; enn peir vóru nú allmargir með-
al meðhaldsmanna málsins, er óskuðu ýmissa breytinga á pví
frumvarpi, margra í líka átt og breytingar dr. Gríms Thomsens
höfðu verið árið áður, enn pá vóru feldar; nú pótti flestum
skaðlaust að gera breytingar á frumvarpinu.
Landshöfðingi og stjórnin vóru nú að sínu leyti ekki að-
gerðalaus; nú var kjörtími hinna konungkjörnu útrunninn ;
skipaði stjórnin nú 15. apríl hina konungkjörnu sveit pessum
mönnum : Arna Thorsteinsson, Arnlj. Ólafssyni og L. E. Svein-
björnson, öllum endurkosnum, og pessum nýjum: amtmönn-
unum E. Th. Jónassen og Júlíusi Havstein og Jóni A. Hjalta-
lín, skólastjóra á Möðruvöllum ; pessir 3 komu í stað M. Ste-
phensen sem landshöfðingja, Jóns Péturssonar háyfirdómara, sem
annars liefði orðið elstur pingmanna á pingi, og séra Hallgr.
Sveinssonar dómkirkjuprests, er var hinn eini af konungkjörn-
um, sem sinnandi var stjórnarskrármálinu. Nú er enn pá
eitt ótalið. J>að hafði kvisast árið áður, að stjórnin mundi
nú fara að hægja sýslumönnuin frá að sitja á pingi; petta
varð orð og að sönnu, pvíað peir sýslumenn, sem kosnir höfðu
verið til aukapingsins og yfirstandandi kjörtíma, fengu nú
fyrst eftir aukapingið afstaðið pá skipun frá amtmönnum, að
peir fengju ekki að fara til pings, nema peir útveguðu lög-
lærða menn í sinn stað á meðan, er dveldu innan sýslu ; á
sama hátt fengu og læknar peir (þorv. Kjerulf og Þorsteinn
Jónsson læknir í Yestmannaeyjum, er kosinn var par 9. maí
[með 30 atkv. af 35, er greidd vóru] í stað porst. sál. Jóns-
sonar, sjá Er. f. á., hls. 45), er til pings skyldu fara, skipun
uin að útvega læknfróða menn til að dvelja í peirra stað inn-
anhéraðs, enn peim vildi pað til, að 2 lærisveinar læknaskól-
ans vóru álitnir hæfir til pess af landlækni, og var pað látið
gott heita; verr leit út fyrir sýslumönnunum, pvíað par pótti
að eins einn maður (cand. jur. Björn Bjarnarson) tiltækilegur,
enn hann var erlendis; einn sýslumannanna (Sigurður Jónsson)
sagði loks (16. maí) af sér pingmensku; huðu Snæfellingar