Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 53
Mentun og menning.
5o
Fornleifufélagið átti rúmlega 300 kr. í sjóði petta ár;
þó hefir það með landsfjárstyrknum stutt að ferðum varafor-
manns félagsins, Sigurðar Yigfússonar, undanfarin ár í forn-
menjaleitir og fornmenjarannsóknir, sem hafa haft töluverðan
árangur, einkum fyrir rorngripasafn Islands; mesta athygli
hefir vakið fundur Sigurðar 1883 og 1885 í rústum að Berg-
þórshvoli ; það vóru ýms hjáleit jarðefui, og komst danskur
efnafræðingur, V. Storch, að þeirri niðurstöðu eftir langa og
nákvæma (kauplausa) rannsókn þetta ár, að þau væru leifar af
mjólkurefnum (skyri og ef til vill osti), sem orðið hefðu fyrir
um 100" hita; var þetta því ugglaust talið menjar frá Njáls-
brennu. Sigurður hafði fengið keppinaut í gripasöfnun, þar
sem var Arthur Feddersen, er ferðaðist hér um land að fyrir-
lagi alþingis vegna laksveiðanna ; dró hann þá að sér gripi
allmarga eldri og yngri úr landinu og kom þeim til sýnis í
Danmörku þetta ár og ritaði loflega um þá í danskt tímarit
(Tidskrift for Kunstindustri). — Forngripasajninu áskotnaðist
ekki neinir sérlega merkir munir þetta ár, enn lét þar á móti
af hendi við forstöðunefnd ArnaMagnússonar safnsins í Khöfn
þau 14 skinnblöð úr Hauksbók, er því höfðu verið gefin af
erfingjum dr. Hallgr. Schevings, enn dr. Jón j>orkelsson rektor
gaf út fyrir bókmentafélagið 1865. — Alþingi jók nú fjártillag-
ið til forngripakaupa, eins og áður er sagt (bls. 10) og ætlaði
nú fornleifafélaginu 300 kr. á ári í fjárlögum, líkt og það
hefir áður fengið hjá landshöfðingja. Fornleifafélagið gaf þetta
ár út árbók sína fyrir 1886 með ýmsum ritgerðum, flestum
eftir Sigurð Vigfússon, eins og vant er.
—j>orvaldur skólakennari Thoroddsen ferðaðist þetta ár um
Yestfirði alt í Suðurfirði, og síðan kring uin ísafjarðardjúp og
um Grunnavíkur og Sléttuhreppa. Kom nú út ferðasaga hans
um Vestfjörðu árið áðurí þessa árs Andvara. júngið veitti honum
sama styrk og fyr til ferðalags og rannsókna o. s. frv.
Bökagerð var lítil þetta ár umfram það, er nú er talið.
Blöðin vóru þau sömu, nema 2: »Suðrit, er sá eigi þetta ár;
var ritstjóri blaðsins, cand. ph.il. Gestur Pálsson, þá orðinn eig-
andi þess, enn blaðið óvinsælt. »Stjórnarvalda-auglýsingarnarc,
er teknar höfðu verið af »j>jóðólfi« til handa Suðra vóru nú
settar í ísafold. Hitt var »Próði«, blað mótmælenda stjórn-