Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 36
38
Bjargræðisvegir.
Af aðalsöluvörum íslenstum var eftir skýrslum miðlara í
Khöfn flutt út þetta ár (sbr. skýrsluna í Fr. f. á. bls. 36) :
af ull 1,350,000 pd. (980,000 pd. til Khafnar og 370,000 pd.
til Englands); af saltkjöti (til Khafnar): 2400 tunnur (224
pd. í tn.); af tólg (til Kb.): 59000 pd.; af söltuðum sauðar-
gærum 15800 (7900 vöndlar); af saltfiski 16,126,000 pd.
(4,344,000 pd. til Khafnar, 7,370,000 pd. til Spánar, 4,200,000
pd. til Englands og 192,000 pd. [einn skipsfarmur] til Genua);
af harðfiski (til Kh.): 137000 pd.; af lýsi (til Kh.): 6100
tnr., og af œðardúni 7300 pd. Eftirtektavert þótti sérstaklega,
hvað vöruflutningur jókst beint til Englands petta ár.
Erlendis seldust þessar íslensku vörur með mjög líkum
hætti og árið á undan, nema saltfiskur, eins og áður er getið;
hann seldist miklum mun betur og með hærra verði, einkum
á Spáni, eins og hann fiuttist miklum mun meir út vegna
góðfiskinnar hér, eða nál. helmingi meir til Spánar nú enn
árið áður, og var þó alt af að hækka í verði fram eftir árinu'
seldist skippundið (320 pd.) af stórum saltfiski sunnlenskum
þar fyrir 38 'h ríkismark (rm.=89 au.) upp að 43 ríkismörk-
um og jafnvel meira seinast, og af smáum 34—36 ríkismörk ;
vestfirskur saltiiskur seldist fyrir 48 upp að 56 ríkismörk skip-
pundið. A Englandi seldist smár saltfiskur framan af að jafn-
aði fyrir 12—13 £ (1 pd. sterl. = 18 kr.) »tonnið« (hver 127
lýsipund) og ýsa 10 — 11 £. J>egar fiskveiðar brngðust við
Newfoundland, varð mikil eftirspurn frá Ítalíu eftir smáum
saltfiski, svo að í okt.—nóv. seldist hann á 13,17 upp að 20*/s
£ tonnið og ýsa 11,12 alt að 16l/s £• Skipsfarmur sá af
smáum saltfiski, sem verslun Eischers kaupmanns í Heykjavík
sendi þetta ár beina leið frá íslandi til Genúa, seldist fyrir 52
ríkismörk skippundið. Stór vestfirskur saltfiskur hnakkakýldur
seldist í Khöfn fram í sept fyrir 42—55 kr. skippd., enn síð-
ar alt að 60 kr., enn óhnakkakýldur fyrst fyrir 38—46 kr.
og síðar 47—54 kr. Sunnlenskur, norðlenskur og austfirskur
saltfiskur seldist þar 4—8 kr. minna skippd. Smár saltfiskur
steig þar einnig í verði undir eins og á Englandi og komst
jafnvel upp í 54 kr. skpd. og ýsa upp í 40 kr. liæst. |>etta
gengi saltfisksins nú, einkannlega frá suðurlandi, var og með-
fram eignað betri verkun enn áður, Harðfiskur seldist mjög