Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 30
32
Arferði.
yfir Öksnadalsheiði o. v.) og fjöldamargar jarðir skemdust að
meiru og minna leyti í Eyjafirði (t. d. í Svarfaðardal að sögn
17 jarðir) og í Skagafirði; hljóp ómuna-ílóð í Héraðsvötnin ;
skriður féllu par og stórkostlega, einkum í Heiðardal, og eins
austantil í Húnavatnssýslu. Sumstaðar tóku skriður þessar af
hús, fénaðarhús og urðu skepnum að bana. Haustið var upp
frá pví gott víðast um land: stillur, frost og fannkoma lítil,
og stóð sú tíð að mestu fram til ársloka ; pó var frosthart
nyrðra (t. d. 14—16” R. í pingeyjarsýslu um miðjan nóv. og
um 20° C. í Eyjafirði í desbr.) og óstöðug veðrátta (einkum
fyrri hluta desbr.) með snjóburði, enn skánaði seinni hluta
mánaðarins.
Eldgos póttust menn verða varir víð úr Vatnajökli síðari
hluta sumars, enn engin brögð urðu pó að pví.—Jarðskjálfta
varð aftur vart við að mun; fyrst 27. febr. í Reykjavík, pó lin-
an kipp einn; enn 23. okt. varð jarðskjálfta vart víða um land ;
urðu einkum mörk að honum á Reykjanesi. I Valahnjúk, sem
vitinn stendur á, komu 3 eða fleiri sprungur fáar álnir frá
vitanum og hrundi nokkuð framan úr, og 9 glös í vitanum
sprungu áður enn slökt varð. 13. nóv. varð aftur vart jarð-
skjálfta par og skömmu síðar hrundi 7 faðma langt stykki
framan úr hnjúknum örskamt frá vitanum.
Grasvökstur var alment talinn í betra lagi og ágætur
sunnanlands og nýting varð góð yfir höfuð ; enn hey drap
mjög, einkum norðanlands, í haustrigningunum og lá við skemd-
um og brann sumstaðar, enda nokkuð djarflega hirt að venju
í upphafi. Eldiviður náðist seint sökum júní-rigninganna og
fiski hélt pá við skemdum.
Skepnuhöld urðu hin verstu norðanlands og vestan, svo
að jafnað var til ársins 1882; olli pví mestmegnis heyafli
hins liðna árs, er bæði var lítill, enn reyndist par á ofan afar-
illa að gæðum: heyin bæði skemd, óholl og létt, og heyásetn-
ing afardjörf allviða, eins og vant er ; var sagt, að jafnvel í
jan. væri farið að skera fé sökum heyþurðar á nokkrum stöð-
um í Aksarfirði og á Sléttu og í mars var í Dölum vestrafar-
ið að sækja korn í kaupstaði til skepnufóðurs sökum heyleysis,
enda var í frásögur fært, að í miðþorra (febr.) átti einn bóndi
par 1 faðm útheys fyrir 100 fjár og 11 hesta. í Eyjafirði