Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 33
Bjargræðisvegir.
35
fyrir árið 1886 af 3200 kr. hallærisláni frá 1884 ; 24. mars
Húnavatnssýslu veitt eftirgjöf á leigum og frestur á greiðslu
afborgana af 900 kr. liallærisláni frá 1884 til ársloka 1887;
26. ágúst Húnavatns- og Skagafjarðarsj'slum heitið alt að 10000
kr. halfærisláni hvorri, enn amtrnanni jafnframt hoðið, »að
hafa strangar gætur á pví, að {tessi sýsluféiög taki eigi meira
fé að láni enn það sem óumfiýjanlegt er til að afstýra yfir-
vofandi manndauða*. Gjafafénu útlenda var nú alls ekki leng-
ur til að dreifa.
Sjávarútvegur og fiskveiðar. I'etta ár þótti eitthverthið
besta afla-ár, eins og sjá má af fisk-útflutningnum, einkum þó
á suðurlandi. Sem dæmi má taka, að haustvertíðarhlutir urðu
víða við Faksaflóa töluvert á 2. þúsund; þessi góðfiski var 1
flestum veiðistöðum landsins sunnan og vestan allar vertíðir-
nar, þó með með nokkrum mun; norðanlands og austan var
og dágóður afli, nema hvað sumarafli austanlands brást að
mestu ; var hafísnum um kent; þó veiddist síld töluvert, bæði
þar og á Eyjafirði einkum (sbr. bls. 33); samt er síldveiði
Norðmanna óðum að minka hér við land, síðan verðlækkunin
varð svo mikil á henni, og þetta ár vóru þeir liér í langfæsta lagi,
enda farnir að selja hús sín og aðra byggistöðu. Hvalveiðafé-
lag þeirra, er aðsetu hefir á Langeyri vestra, fékk 38 hvali
þetta sumar. Annars vóru hvalrekar allmiklir norðanlands og
höfrungar náðust í meira lagi, einkum á Eyjafirði. Hákarls-
afli varð þar á móti sárlítill nyrðra vegna íssins, enn aligóður
syðra og vestra.
í Gullbringusýslu og Reykjavík vóru enn þá hreyfingar
allmiklar út af fiskveiðunum, eins og sjá má af málunum,
sem að framan er getið (bls. 25). Nú átti enn fremur að
koma á samþykt um takmörkun á ýsulóðarbrúkun í nokkrum
verstöðum í suðurhluta Gullbringusýslu, enn hún var feld.
Engan styrk vildi þingið nú veita til framhalds laksaklaks-
tilraunum, þar eð það vildi láta þær verða eingöngu einstakra
manna fyrirtæki; þó hélt Laksræktarfélag Dalasýslu þeim áfram
þetta ár með nokkrum almannafjárstyrk; þar á móti lagðist
laksaklak algjörlega niður á pingvöllum, og eins á Reynivöll-
um um haustið. Enn Austfirðingar höfðu eftir hvötum Ei-
3*