Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Side 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Side 1
Rannsóknir í ofanverðu Arness- þingi sumarið 1893. Af Brynjúlfl Jónssyni. I. Máshóll. Fyrir neðan bæinn Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi stend. ur einstakur hóll á flatlendi niður við Kálfá, þar sem heitir Más- tungnanes. Hann heitir Máshóll, og er talinn að vera haugur Más landnámsmanns. Um þann Mávita menn annars ekki annað, en að bærinn hefir nafn af honum, sem bendir til þess, að hann hafi fyrstur byggt bæinn. Hefir verið gizkað á, að Már land- námsmaður Naddoddsson hafi flutt byggð sína þangað, er hann hafði selt Þorbirni jarlakappa land sitt í Hrunamannahreppi, — því þar eru engir Mástaðir, hvorki sem bæjarnafn nje örnefni. Máshóll er að vísu nokkuð stór til þess, að hann sje af mönnum gjör, en þó eigi svo, að það sje fortakandi að óreyndu. Til að ganga úr skugga um það, þurfti að grafa í hann, og ljet jeg gjöra það. Raunar var þar ekki fornmenja að vænta, þvi auð- sjáanlega bafði áður verið grafið í hann, og það liklega tvisvar. Fyrst hefir verið rutt ofan miklum hluta af suðurhlið hans. Sið- an hefir verið grafin hola þar inn í miðjuna. Nú var þetta gróið og gleymt. Jeg ljet grafa í topp hólsins, og kom niður á mó- berg með mikilli möl í. Sama bergtegund er i ásum, sem þar eru á móts við hinum megin Kálfár; hún hefir skilið hólinn frá þeim, og gjört langt bil á milli. En þó nú hóllinn sjálfur sje ekki mannaverk, má vel vera, að Már hafi verið jarðsett- ur í honum. Þeir, sem grófu þar upp áður, hafa getað eyðiiagt menjar þess. 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.