Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 10
10 í afhúsið eru nál. 2 al. langar og rúml. 1 al. víðar. Afhúsið sjálít er litið, hjer um bil 2 faðm. langt og l1/* faðm. breitt. En tóft þess var miklu glöggvari en aðaltóftin. Jeg ljet grafa af- hústóftina alla upp. Þar voru stórir undirstöðusteinar allt um kring og virtust eigi gengnir mjög úr lagi, enda er berg undir. En af því bergið er ósljett, hafði gólfið verið sljettað með því, að helluleggja það. Á norðvesturendanum var bil nokkurt milli undirstöðusteina og getur verið, að það hafi verið meira áður, því þeir steinar hötðu auðsjáanlega haggast meira eða minna; mun halli, sem þar er á grundvellinum, hafa valdið þvi. Gæti jeg næstum trúað, að þar hafi verið útidyr á afhúsinu; en um það skal jeg samt ekkert fullyrða. Það var einkennilegt við þessa afhústóft, að inni í henni, rjett fyrir innan millidyrnar, stóð einstakur steinn svo stór, að tvo menn fullgilda þarf til að velta honum. Hann hefir hlotið að vera settur þar inn af mönn- um. Úr veggjunum gat hann ekki hafa fallið, því slíkt bákn hefði engum byggingarmanni dottið í hug að nota nema í undir- stöðu. En undirstöður hjeldu sjer þar allstaðar. Ekki þori jeg að segja með vissu, að steinninn hafi staðið óhaggaður eins og hann hafi verið settur. En þó hygg jeg að hann hafi ekki hagg- ast til muna, því það vakti eftirtekt mína, að hinn eini sljetti flötur, sem á honum er, vissi upp og hallaðist lítið. Kom mjer í hug, að hann kynni að hafa verið stalli og goð staðið á honum. Samt hefði þar varla getað staðið nema eitt goð eða tvö, nema þau hefði verið því smávaxnari. Og það er nú í sjálfu sjer lík- legra, að í heimilishofum hafi vanalega einungis eitt goð verið tignað, það er bóndinn hafði sjer í lagi átrúnað á. En um það getur enginn vafi verið, að þetta hefir verið heimilishof en ekki höfuðhof. Það vita menn að var að Hofi í Gnúpverjahrepp. En heimilishof hafa ekki verið sjaldgæf. Þannig heitir »Goðavöllur« í túninu á Sandlæk í Gnúpverjahrepp, og djúp lág í þeim velli heitir Goðalág. Það er nokkurnveginn auðsjeð, að lágin öll er ekki annað, en djúpt niðurgrafin tóft, sem hefir dálitla afhús- tóft við annan endann, og hafa dyr aðaltóftarinnar verið á hlið- veggnum hjá afhúsinu. Bæði af þessari lögun og af nöfnunum má ráða, að þetta muni vera hoftóft. Einnig heitir Goðalág í túninu í Fossnesi í sama hrepp. Sú lág er í sljettum hól, og líkist niðurgrafinni hústóft. Hóllinn stendur austur við gljúfrið, þar sem fossinn er, sem bærinn er kenndur við. Mætti imynda sjer, að »vættur fossins* hafi verið blótuð í því blóthúsi, er gef- ið hafi tilefui til að nefna tóft þessa Goðalág. En hvað sem um

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.