Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 32
Líkneski r Olafs konungs hins helga Haraldssonar. Eptir Pálma Pálsson. ----i---- Af útlendum dýrlingum hefir enginn komizt til slíks vegs og gengis hér á landi sem Olafur Noregskonungur Haraldsson, enda hefir án efa enginn þeirra haldið tign sinni óskertri jafn- lengi sem hann, því að hann var dýrkaður hér og hans árnað- arorða leitað jafnt af háum sem lágum frá þvf er helgi hans kom fyrst upp á öndverðri 11. öld og þar til er kaþólsk trú var hér brotin niður með ofríki á miðri 16. öld eða full 500 ár. En margt mun hafa borið til þess að Olafur konungur varð íslend- ingum þegar í öndverðu einna kærastur allra helgra manna eigi sfður en Norðmönnum sjálfuin, því að bæði hafði hann alla þá tíð, er hann sat að ríkjum, verið vinveittur Islendingum þeim, er sóttu hann heim, gert suma þeirra að hirðmönnum sfnum eða trúnaðarmönnum og veift öðrum stórgjafir, og af annari hálfu var kristnin hér á landi ung og magnlítil, þá er helgi hans kom upp, og hafa klerkar því tekið fegins hendi þeim boðskap að hann hefði lagt lff sitt f sölurnar fyrir sannindum réttrar trúar og dáið píslarvættisdauða, því að það hlaut að geta orðið hinn mesti styrkur kristninni, eptir þvi sem hugum manna var varið á þeim öldum, ef slíkur maður sem Olafur konungur yrði viður- kendur sem guðs dýrlingur og árnaðarmaður allra sanntrúaðra manna fyrir guði, því að: hann um getr af guði sjálfum ár ok frið öllum mönnum,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.