Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 20
20 Stykkisvöllur. Það er slétt og fögur grund innan til á móts við Ingunn- arstaði, sunnanmegin við ána. Auðséð er á bakkanum, sem afmarkar grundina að innan, að gil, sem þar kemur ofan, hefir á sínum tíma brot- ið mikið af henni. Annars væri þar líklega bær enn. Hann hefir verið þar fyrrum. Það sýnir forn bæjarrúst skamt frá bakkanum. Hún -er svo niðursokkin, að fólk vissi ekki af henni fyr en eg kom auga á hanar Þó sér svo vel fyrir henni, að eg gat gjört uppdrátt af henni. Hann komst samt ekki að á uppdráttablöðum mínum i þetta sinn. Tóftirnar eru 3, hver af enda annarar, miðgaflar þó eigi vel glöggir. Dyr á miðjum suð- urhliðvegg og vesturendi opinn. Lengd allrar rústarinnar nál. 16 fðm., meðalbreidd hennar 3Y2 fðra. Fjósrúst sést eigi, mun vera afbrotin. Ef til vill lýsi eg þessu gjör síðar. Br. J. Fornleifafmidur í Skálliolti 1902. Vorið 1902 var í austurbænum í Skálholti bygð heyhlaða í bæjar- húsaröðinni austan til, 16 al. löng og 14 al. breið. Veit annar endi fram, en hinn upp undir kirkjugarðinn. Var hún grafin niður um 4 al. frá jafnsléttu sem nú er. En sjá má, að alt bæjarstæðið hefir hækkað upp með tímanum. í framanverðri gröfinni urðu fyrir leifar af skálahússtóft- inni fornu. Stóð hleðsla veggjanna 1 x/2—2 al há af grjóti og torfleifar á milli laga. Húsið hefir verið 12 al. langt og 3 al. vítt, og snúið frá norðvestri til suðausturs. — Þannig er það líka sýnt á uppdrætti Stein- gríms biskups af húsaskipun Skálholtsstaðar 1784. — Göng höfðu verið úr norðvesturendanum inn í bæinn. Fyrir innan þau varð fyrir fremri endi undirgangsins, og var grafið framan af honum alt að 4 al. Stóð þar 2 al. há hleðsla báðum megin. Vídd hans var að eins i1/^ al. Undir gólfi hans var lokræsi, nál. 1 fet á vídd og 1 fet á dýpt, hlaðið úr grjóti og þakið hellum. Fremri endi þess gekk innundir vegginn þeim megin sem að bænum vissi. I undirganginum fanst fururaftur, var hann fúinn utan en ófúinn innan. I suðvesturendanum urðu fyrir leifar af gafli skóla- hússins. Þar áttu, eftir uppdrættinum, að vera dyr inn í svefnskála skóla- pilta. En eigi sáust nein merki þess, að þar hefði dyr verið. Má vera að svefnskálagólfið hafi verið hærra en skólagólfið, dyrnar því eigi náð niður úr gegn, heldur verið uppgengt í þær. Dálítil tóft var fram úr skólahússtóftinni við suðausturendann, nál. 5 al. bæði á lengd og vídd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.