Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 32
ár óg þar mun grafletrið mest hafa eyðst, því hann hefir verið notaður
sem tröppusteinn. Til að forða steininum undan eyðileggingu fór eg
þess á leit i sumar við kirkjubóndann hr. Þórð Þórðarson á Leirá, að
steinninn yrði trévarinn að ofan og mun það verða gert.
Jón Jakobsson.
Legsteinn sira Sigurðar Sigurðssonar á Staðarstað
(d. 1690).
[Steinn þessi er úr rauðbleikum granit; er 23/4 ál. á langveg og 2
ál. á þverveg. Steinn þessi var áður í kórgólfi kirkjunnar á Staðarstað,
en síðan kirkjan var flutt, fyrir fáum árum, liggur hann á gamla kirkju-
stæðinu undir berum himni. Hfst í vinstra horni steinsins er mynd af
rosknum karlmanni og konu saman, og í neðsta horni vinstra megin er
aptur mynd af sama karlmanninum og í hægra horninu að neðan mynd
af sömu konunni. Eru líkindi til, að það sé myndir þeirra hjóna síra
Sigurðar og Sigríðar Hákonardóttur, en hún hefir látið setja steininn.
Efst í vinstra horni steinsins er mvnd af ungum manni á slagakápu, held-
ur harðleitum, og má ætla að það sé mynd af Oddi lögmanni syni þeirra1).
En þetta er letur á steininumj:
C. S.
Sepulcrum | uiri j genere ac virtute clarissimi pietate ac | morum svavitate
spectatissimi: | Domini Sigurdi Sigurdii ecclesiæ huius | Stadastadensis
qvondam | pastoris vicinarumqve præpositi | laudatissimi | qvi ex hac miseria-
rum valle ad coelestem | patriam: pie ac placide migravit Anno | Salvatoris
ClD I'JC LXXXX: die XVII Novemb: | ætatis suæ XLIV ministerii XI. |
Marito desideratissimo: P(osuit) | Sigrida Haconis F(ilia) cum duobus liberis |
superstes vidua moestissima.
Præpositi qvondam Sigurdi heic ossa qviescunt
ast animam sanctam dextra habet alma dei.
1) Þessar myndir þyrfti að fá teikriaðar eptir steininum.