Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 38
3»
allar hér um bil eins, og fyrir ofan þær yzt úti i efri hornunum eru
smákrossar. Milli englamyndanna fyrir ofan letrið er viánnsandlitsmynd og
rós með 6 blöðum fyrir ofan hana, en sinn hvoru megin eru sivafningar,
eins og bagalhöfuð, og fyrir ofan hvorn þeirra eru 2 aðrir álíka, en þó
minni. Milli englamyndanna fyrir neðan letrið eru' 2 mannsjœtur og sinn
hvoru megin við þá eru sívafningar, ámuna og að ofan, i stór hvoru
megin, en engir smáir; undir fótunum eru tvær boglínur samhliða {'^z).
Bekkur er höggvinn utan um alt saman. Þessar myndir munu hafa verið
gerðar helzt til skrauts, en vera kann að mannsmyndin, höfuðið fyrir of-
an og fæturnir fyrir neðan grafskriftina, eigi eins og að tákna þann er
steinninn er yfir.
Til þess að greina orðin að eru settir 2 deplar, eins og á steini nr.
i, og þó vantar raunar þessa depla i io., 13., 14. og síðustu línu, rnilli
orðanna HLVTTAKANDE og ORDNER, milli I og G í enda 13. 1.,
milli ANN° og ártalsins, og vegna rúmleysis hefir leturhöggvarinn högg-
við 3 síðustu orðin þannig: IGVDSH, í st f. I : GVDS : HENDE, svo
að þar vantar deplana á tveim stöðum og síðasta orðið skammstafað.
Aftur á móti er sumum af samsettu orðunum skift sundur með deplum:
KROSS : REINDVR : OG : RIETT : TRVADVR , IFER : VNNV ,
VEG : FERDAR : DAGAR. Stafirnir eru eins og upphafsstafir í latínu-
letri. í orðinu SAMTT (í 6. 1) og RIETT (í næst siðustu 1.) eru T-in
dregin saman. Stafirnir hafa líka merkingu á þessum steini og á steini
nr. 1, þannig er a- og a-hljóð táknað með A, /-, i- og í-hljóð með I, 0-
og d-hljóð með O, u- og ri-hljóð með V; i- (eða a.)hljóðið í hreimlausum
endingum orða er táknað með E, nema í SIGVRSINS í 9. 1. (sbr.
HOLLDSINS á st. nr. 1). Je-hljóðið, sem er tilorðið úr gamla langa e-
hljóðinu og. áður fyrri var táknað með é, er hér samkv. framburði ritað
IE í orðunum HIER (1. 1.) og RIETT (í 4. og 15. 1.). Stafurinn Y er
ekki notaður; i stað hans er eðlilega haft I samkv. framb.: REINDVR
(í 3. 1.), IFER (í 7. 1.), DEIA (í 11. I.), í stað deyja. C er haft í orð-
unum CHRISTO (í 8. 1) og MARCI (í næst síðustu 1.) samkvæmt latn-
eskum rithætti á þessurn nöfmim, sem hér eru lika beygð eins og í latínu.
Auk þess er C haft fyrir framan K í orðinu ECKE (í 11. 1.); það erforn
ísl. ritháttur að rita -ck fyrir -kk-, og í sænsku er það gert enn i dag.
D- og Ú-hljóð eru táknuð með D. — Talan 2 i 62 er líkust z. O i
ANN° er miklu minna en hinir stafirnir og stendur efst í línunni eins
og hér.
HIER : VNDER : HVILER
GREPTRADVR : ERLEG
VR : KROSS : REINDVR :
OG ; RIETT : TRVADVR