Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 41
Um stofnun Fornleifafélagsins
og framkvæmdir þess
1879—1904.
Sumarið 1879 var töluvert umtal um það, hvort sú skoðun mundi
vera rétt, er þeir héldu fram, Guðbrandur Vigfússon og Kr. Kaalund, að
Lögberg mundi hafa verið við Almannagjá, en eigi á þeim stað, sem svo
hefir verið nefndur á síðari tímum. Það þótti því áríðandi, að gjöra rann-
sóknir um þetta, og það mun hafa verið einna helzta tilefnið til þess, að
Fornleifafélagið var stofnað.
Hinn 15. okt. 1879 áttu þessir menn fund með sér:
Arni Thorsteinsson, landfógeti.
Bergur Thorberg, amtmaður.
Björn Olsen, skólakennari.
Carpenter W. H. málfræðingur frá Utica N. Y.
Eiríkur Briem, prófastur.
Fiske, Willard, prófessor við Cornell-háskóla.
Indriði Einarsson, cand. polit.
Jón Arnason, bókavörður
Jón Hjaltalín, landlæknir.
Jón Þorkelsson, rektor.
Magnús Stephensen, yfirdómari.
Matthías Jochumsson, ritstjóri.
Reeves, Arthur, frá Cornell-háskóla.
Sigurður Vigfússon, gullsmiður.
A fundinum tók Sigurður Vigfússon fyrstur til máls og stakk hann
upp á, að menn gerðu félag með sér til að vernda fornmenjar hér á landi
og einkum til að grafa upp á Lögbergi. Eftir að mál þetta hafði verið
rætt, var nefnd kosin til að semja lög fyrir félagið. Og er nefndin
5