Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 10
12
mæli, að þar hafl verið kirkjustaður. Þess sjást þó eigi merki svo
fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma heflr
þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt.
Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt
skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir aust-
an skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkenni-
legur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða -»8tiftamtið«, og vita menn
nú eigi um tildrög til þess örnefnis. Túnstæðið er afhallandi og
liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekk-
una og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún
er nál. 10 faðm. löng og skiftist i 2 tóftir, er hvor gengur af enda
annarar og eru mjög svo jafnstórar. Heflr hin vestri glöggvar dyr
mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um
miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær
þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem
ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur
og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í
þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum,
eða uppgöngu. Osagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er
fallin saman, eða á þessari upphækkun heflr staðið dálítið hús, gert
af viði einum. Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önn-
ur rúst, nál. 6 faðm. löng frá suðaustri til norðvesturs og bakhúss-
tóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokk-
inn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra,
og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft sam-
göng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki
er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem
eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og
nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið
hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann
hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo
verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokk-
uð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vor-
in, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku
fyrir ofan. Er því eðlilegt, að rústirnar séu niðursokknar og aflag-
aðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og
er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.