Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 25
27 12. Að Skiþhyl. Svo segir í Kristnisögu, k. 8: »Hann (Þangbrandur) lét út ok varð aptrreka í Borgarfjörð, í Hítará, þar heitir nú Þangbrandshróf, niðr frá Skipahyl, ok þar stendur festarsteinn hans á bergi einu«. Svo sem túnsbreidd frá bænum Skiphyl vestur á við, er hylur sá í Hitará, sem sagt er að Þangbrandur hafi -lagt skipi sínu í. Þar eru klettar að ánni báðum megin, en hylurinn er of mjór til þess, að jafnvel lítið skip gæti snúið sér þar við. Heflr því orðið að festa það báðum megin. Festarsteinninn, sem sagan nefnir, stendur á hvassri bergsnös ofan til við hylinn að austanverðu. Hann er ærið stór, aflangt-kúlumyndaður. Mun eigi skorta á 2l/2 al. í þvermál, en alt að 3 al. á langveginn. Efnið í honum er ólíkt öðrum berg- tegundum er eg hefi séð: það er mestmegnis hvítir og hrafnsvartir eitlar, en blágrýtið ekki nema tengiefni. Það er ljósleitt. Eftir miðjum langvegi hans liggur gulleit rák eða lag nál. 1 lína á þykt. Einkennilegast er það, að ef slegið er á hann steini eða járni, þá syngur hann með málmhljómi. Því er hann kallaður Klukkusteinn. Ístíðarjökull mun hafa flutt hann á þenna stað. En hvaðan hann er upprunninn væri fróðlegt að vita. Sigurður bóndi Jónsson á Haugum hefir sagt mér, að í austanverðum Borgarhreppi séu á tveim stöðum steinar, er líkan hljóm gefi. Eigi séu þeir allstórir. Hinn minni sé á Svignaskarðs landamerkjum, aflangur nokkuð og flat- vaxinn, hafi menn reist hann á endann og gjört hann að landa- merkjasteini. Vestanmegin árinnar eru á þessum stað tvö holt, annað móts við hylinn; getur Sigurður Vigfússon til, að það sé Steinsholt og er það án efa rétt. Tilgátur hans um orustustaðinn og legstaði þeirra Skeggbjarnar munu og réttar. (Sjá Árb. 1893, bls. 67, 68). Neðra holtið heitir enn Landdraugsholt, eins og Kristnisaga nefnir það (k. 8). Merking þess örnefnis getur verið vafasöm. Jón bóndi Jónsson á Skiphyl sagði mér þá tilgátu sína, að með því landamerki Hítar- ness væri milli holtanna, þá kynni níðreisingin, sem Björn Hítdæla- kappi setti á »hafnarmerki« Þórðar Kolbeinssonar (Bjarnars. k. 16), að hafa gefið tilefni til þess, því »karlinn« (hvor um sig) mundi hafa verið staur, reistur á landamerkjum, og hefði menn nefnt þá landdrauga. Höfn gat verið þar nálægt, ef siglt var inn í ána um flæði, — ef »liafnarmark« þýðir ekki takmark landsins, sem Þórð- ur hafði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.