Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 48
50 1 breidd uppi við krossinn. Þannig voru krossar þeir er katólskir báru á stöng í líkfylgdum og kölluðust líkakrákar. Neðri hluti krossins og broddurinn eru á lengra brotinu fremst og bar lítið á því áður en brotin voru sett saman. A milli orða eru 4 deplar settir í kross á einum stað, fyrir framan nafn þeirrar er steinninn er lagður yfir, 3 deplar ( \ ) fyrir aftan það og aðrir 3 fyrir aftan föðurnafnið. Rúnirnar eru nú fremur grunnar á frernra brotinu, en alldjúpt höggnar á hinu lengra. Þær eru mjög mismunandi háar; þær sem eru nær efri röndinni á minna brotinu eru einungis 9 sm. að hæð, en þær sem eru nær neðri röndinni á þvi broti, og flestar á stærra brotinu, eru um 14 sm. Rúnirnar eru hinar venjulegu svokölluðu yngri rúnir, og eru stungnar rúnir hafðar. Lagið er hið venjulega íslenzka; belgur, en ekki depill, á ís er hann táknar e- hljóð (í fyrsta og síðasta orði); sömul. er belgur (eða hringur) neðst á sól, en ekki depill, og er sól jafnlöng hinum rúnunum. Af stungn- um rúnum koma auk þess fyrir 2: stungið kaun (= g, tvisvar í 3. orði) og stunginn týr (= d, fremstur i síðasta orði); en þessi stungni týr er ekki svo sem venjulegt er, með depli eða belg á leggnum eða striki yfir hann, heldur er depill settur i miðjan klofa, líkt og á stungnu kauni. Alman á reið er áföst leggnum um miðjuna. Aletranin er í 2 línum, fyrir ofan og neðan langálmu krossins. í efri línunni eru 3 orð (hin venjulegu upphafsorð, »hér hvíler«, og nafn þeirrar, er steinninn er yfir), í hinni neðri 2 (föðurnafnið og »dótter«). Fremsta orðið í efri línunni er sett fyrir framan þver- álmu krossins, og af fremsta orðinu i neðri línunni (föðurnafninu) er einungis eignarfallsendingin (sól) fyrir aftan þverálmuna; hinar rún- irnar í fremsta orðinu hafa allar verið höggnar fyrir framan þver- álmuna, en þar hefir brotnað af steininum fremst. Byrjunin á þessu orði (föðurnafninu) hefir ekki verið höggvin aftast í efri linunni, þótt þar sé stórt autt bil á steininum. Af fremstu rún í fremsta orðinu í efri línunni, hagalnum, vantar að eins lítið eitt framan af báðum ská-álmunum, sem skerast á miðjum legg. Báðar hinar rún- irnar í því orði eru heilar og skýrar, ís með helg (myndaður sem hálf-hringur vinstra megin leggsins, en sem horn hægra megin), og reið) þetta orð er því )|C^ »hér«. Fyrir aftan þverálmuna er fremst í efri línunni hagall, þar næst 2 smá strik, leifar af legg og álmu af úr (sem hér hefir táknað r-hljóð). Þá kemur skarðið í stein- inn, og er fremst i efri línunni á aftara brotinu lítið strik, leifar af ís, líklega ís með helg, og þar næst neðri hluti af reið. Hér hefir eflaust verið orðið »hvíler«. Á eftir þessu orði, milli þess og hins næsta, sem er þriðja og aftasta orð i efri linunni, eru fjórir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.