Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 48
50 1 breidd uppi við krossinn. Þannig voru krossar þeir er katólskir báru á stöng í líkfylgdum og kölluðust líkakrákar. Neðri hluti krossins og broddurinn eru á lengra brotinu fremst og bar lítið á því áður en brotin voru sett saman. A milli orða eru 4 deplar settir í kross á einum stað, fyrir framan nafn þeirrar er steinninn er lagður yfir, 3 deplar ( \ ) fyrir aftan það og aðrir 3 fyrir aftan föðurnafnið. Rúnirnar eru nú fremur grunnar á frernra brotinu, en alldjúpt höggnar á hinu lengra. Þær eru mjög mismunandi háar; þær sem eru nær efri röndinni á minna brotinu eru einungis 9 sm. að hæð, en þær sem eru nær neðri röndinni á þvi broti, og flestar á stærra brotinu, eru um 14 sm. Rúnirnar eru hinar venjulegu svokölluðu yngri rúnir, og eru stungnar rúnir hafðar. Lagið er hið venjulega íslenzka; belgur, en ekki depill, á ís er hann táknar e- hljóð (í fyrsta og síðasta orði); sömul. er belgur (eða hringur) neðst á sól, en ekki depill, og er sól jafnlöng hinum rúnunum. Af stungn- um rúnum koma auk þess fyrir 2: stungið kaun (= g, tvisvar í 3. orði) og stunginn týr (= d, fremstur i síðasta orði); en þessi stungni týr er ekki svo sem venjulegt er, með depli eða belg á leggnum eða striki yfir hann, heldur er depill settur i miðjan klofa, líkt og á stungnu kauni. Alman á reið er áföst leggnum um miðjuna. Aletranin er í 2 línum, fyrir ofan og neðan langálmu krossins. í efri línunni eru 3 orð (hin venjulegu upphafsorð, »hér hvíler«, og nafn þeirrar, er steinninn er yfir), í hinni neðri 2 (föðurnafnið og »dótter«). Fremsta orðið í efri línunni er sett fyrir framan þver- álmu krossins, og af fremsta orðinu i neðri línunni (föðurnafninu) er einungis eignarfallsendingin (sól) fyrir aftan þverálmuna; hinar rún- irnar í fremsta orðinu hafa allar verið höggnar fyrir framan þver- álmuna, en þar hefir brotnað af steininum fremst. Byrjunin á þessu orði (föðurnafninu) hefir ekki verið höggvin aftast í efri linunni, þótt þar sé stórt autt bil á steininum. Af fremstu rún í fremsta orðinu í efri línunni, hagalnum, vantar að eins lítið eitt framan af báðum ská-álmunum, sem skerast á miðjum legg. Báðar hinar rún- irnar í því orði eru heilar og skýrar, ís með helg (myndaður sem hálf-hringur vinstra megin leggsins, en sem horn hægra megin), og reið) þetta orð er því )|C^ »hér«. Fyrir aftan þverálmuna er fremst í efri línunni hagall, þar næst 2 smá strik, leifar af legg og álmu af úr (sem hér hefir táknað r-hljóð). Þá kemur skarðið í stein- inn, og er fremst i efri línunni á aftara brotinu lítið strik, leifar af ís, líklega ís með helg, og þar næst neðri hluti af reið. Hér hefir eflaust verið orðið »hvíler«. Á eftir þessu orði, milli þess og hins næsta, sem er þriðja og aftasta orð i efri linunni, eru fjórir 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.