Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 55
57 henda skyldi þegar, hafði gefandinn með sér flesta til Islands og afhenti þá safninu sjálfur. Voru það þessir gripir: Prédikunarstóll frá Fagranesskirkju, ágætlega skorinn, að sögn af Guðbr. biskupi Þorlákssyni, enda er ártalið 1594 á honum og stafirnir GT uppi yflr mynd Markúsar guðspjallamanns, sem að mínu áliti er skorinn sem mynd af Guðbr. biskupi. Prédikunarstóll frá Ljósavatnskirkju, sexstrendur og með hurð. A hann eru máluð blómker með blómum í og GumunDer Stensen. 1723. Altaristafla skorin úr eik, himnaför Krists; ágætt verk. — Nýlega endurbætt af C. B. Hansen. Útskorið líkneski af Maríu mey með Jesús á kné sér. Útskorið líkneski af öðrum kvendýrðlingi. Altarisstjakar tveir, afarstórir og skrautlegir, úr kopar; með 4 örmum hvor; frá Bræðratungu kirkju. Aitarisstjaki með 2 örmum, úr kopar. Hökull gamall úr rauðu vaðmáli. Kaleikur og patína, hvorttveggja úr silfri og gylt. Kaleik- urinn er með gotnesku lagi, og er miðkafli og fótur sexstrendir; miðkaflinn settur gimsteinum og perlum, fóturinn grafinn með mynd- um úr píningarsögu Krists. Ártal á stéttinni MCCCCLXXXIX. Frá Grundarkirkju í Eyjaflrði. Kaleikur og patína úr silfri, gylt. Kal. með gotnesku lagi, forn; miðkafli og fótur (úr kopar) áttstrendir, stéttin með tungum. Frá Stykkishólmi. Sex kaleikar aðrir úr sylfri með patínum og tveir að auk patinulausir. Þjónustukaleikur litill með ártali 1784 og patina; hvort- tveggja úr silfri. Oblátudósir úr silfri, gyltar; drifnar og grafnar. Snildarvel gjörðar; stimplaðar S T S (17)74. Á lokið er grafið: Tillagt | Bessa- stada KyrTciu | af \ Amtmanne Olafe Stephenssyne | og \ Fru Sigride Magnusdöttur j Fyrer \ Legstad þeirra Foreldra | saluga \ Amtmanns Magnusar Gislasonar | og | Frur Þörunnar Gudmundsdöttur | samt | þeirra tveggia Dœtra \ Af_ 1774. Máluð mynd af Guðbr. bisk. Þorlákssyni; máluð 1620 á hans 79. aldursári. Frá Bakka-kirkju i öxnadal. Postulínskanna með silfurloki. Á henni eru íangamörk Guðm. Péturssonar sýslumanns og konu hans og ártölin 1744 og 1799. Gerð í hinni dönsku postulínsverksmiðju. 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.