Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 27
29 vöxtum né ísalögum eða, jöklagangi«. Upp með Hítará, skamt fyrir ofan Brúarfoss, er dálítill blettur svo að segja alþakinn stærri og minni hnöllungssteinum, sem ístíðarjökullinn hefir skilið þar eftir. Hítará rennur gegnum blettinn og eru margir steinarnir niðri við hana og sumir í henni. Á einum stað, nálægt miðjum blettinum, liggja nokkrir af steinunum í svo að segja beinni línu yfir þvera ána og standa upp úr, þá er hún er eigi mikil. Má þá ganga þurrum fótum eftir þeim yfir ána nær alla. Er að eins bil við austurlandið, sem 2 eða 3 steina vantar í til þess, að röðin nái alveg yfir um ána. Svo leist mér á, sem steinarnir hafi færst þannig í röð af náttúi’unnar (árinnar) völdum), því flestir eru þeir of stórir fyrir manna hendur, þó sterkar væri. En mikil líkindi eru til, að reynt hafi verið að bæta steinum við endann, svo alveg mætti yíir ganga. Er ekkert á móti því, að þeir Grettir hafi gjört það. En þeir steinar, sem voru manna meðfæri, hlutu því fremur að vera meðfæri vatnsaflsins og hefir áin rutt þeim burt aftur. Það eru hinir stærri, sem »aldri síðan hefir ór rekit«. Því hefir sögnin fest sig við þá, og heita þeir enn frrettisstillur. Góðum spöl ofar kemur lækurinn Tálmi saman við Hítará. Verður nes milli þeirra, og er fremsti oddi þess enn kallaður Grettisoddi. Sjá má, að fyrrum hefir hann verið lengri og mjórri en hann er nú. Áin hefir brotið sig vestur á við frá honum, og er farvegurinn eftir, sem sýnir hvernig áður var. Með því móti stendur landslagið heima við söguna. 16. Vellir í Hítardal (Hítardalsvellir). Eigi sér fyrir kirkjutóft eða kirkjugarði á Völlum. Þess er heldur varla von, því kirkjan hefir víst lagst mjög snemma niður. Saga Bjarnar Hítdælakappa sýnir það óbeinlínis, að þá er hún var rituð hefir kirkjan verið aftekin á Völlum. Hún segir svo, k. 32: »Frændr Bjarnar létu gera eftir líki hans ok var þat jarðat á Völl- um« o. s. frv. En í k. 9, þar sem hún talar um reimína Olafs kon- ungs, segir hún: »0k þá miklu síðar, er bein hans (Bjarnar) váru upp tekin ok færð til annarar kirkju, þá var sú sama ræma ófúin um fótlegg Bjarnar, enn allt annat var fúit«. Bein Bjarnar mundu ekki hafa verið færð til annarar kirkju, ef það hefði eigi orsakast af niðurlagningu kirkjunnar á Völlum. Kirkjan hefir þá verið færð að Hítardal. Má vera að við það tækifæri hafi nafni bæjarins verið breytt og látið vera samnefnt við dalinn; — þvi ekki er um það að villast, að Húsafell, þar sem Dálkur bjó, hlýtur að vera sami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.