Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 22
24 sjónum á milli bæjanna, vaxinn melgrasi, en sandslétta allbreið fyrir neðan með sjónum. Þó sú sandslétta hafi breíkkað nokkuð og sjór- inn fært melbakkann undan sér, — sem varla fer hjá, — þá á frá- sögn sögunnar aiveg við enn. Vegurinn er eftir sandinum fyrir neðan bakkann. Þar sem Steinar sat á bakkanum, gat hann séð för Þorsteins alla leið utan frá Álftanesi. Hann hefir ekki haft augun af honum, og því eigi tekið eftir að Lambi kom aftan að honum fyr en hann greip yfir um hann. Og með því Lambi var sterkur, hefir hann getað ráðið því, að leikurinn barst af bakkanum á sléttuna: ekki sandsléttuna fyrir neðan bakkann, heldur melgrassléttuna er verður fyrir ofan hann. Þar hefir hann haldið viðureign þeirra, þangað til hann vissi að Þorsteinn var um riðinn. Þá gefur hann dálítið eftir, til þess að Steinar láti leikinn berast fram á bakkann aftur. Því enn ætl«r Steinar að Þorsteinn sé eigi farinn hjá: það sást ekki upp fyrir bakkann. En Lambi ætlaðist á um ferð hans. Og þá er Steinar kemur aftur fram á bakkabrúnina og vill sjá Þor- stein, þá hrindir Lambi honum ofan fyrir. Það gjörir hann líka til þess að fá svigrúm að hlaupa heim til bæjar, — það er allskamt, enda sleppur hann inn í dyrnar áður en Steinar kemur. 8. I Strcmmfirði. Túnið í Straumfirði liggur á 2 hólum og er hinn syðri miklu meiri um sig. Þar er bærinn nú; en sagt er, að hann hafi áður verið á norðurhólnum; enda sjást þar talsverðar rústir. Fyrir norð- an þær eru tvær ferhyrndar girðingar, liklega sáðgarðar. Eigi líta þær fornlega út. Þó eru þær eldri en svo, að menn viti til hvers þær voru notaðar. Fyrir vestan vesturhólinn heita Akurl'önd út með sjónum. Þar er nú alt slétt af sandfoki. — Sagt er að kirkja hafi verið í Straumfirði fyrrum. Og þar heita við sjóinn Kirkjuklettar og Kirkjusandur. Eigi sér þó fyrir kirkju né kirkjugarði. En þar, sem bæjarhlað hins forna bæjar hefir verið, er útflött rúst, svo breið, að kirkjugarð mundi naumast þurfa stærri á þessum stað. — Fyrir sunnan túnið heitir Suðurey. Ekki er hún þó umflotin nema i stærstu flóðuin. Á henni eru tóftir eftir kaupmannahús. Flestar eru þær nýjar, frá dögum Páls Eggerz og Ásgeirs Eyþórssonar. Þó er þar lika gömul tóft, kölluð Danskhússtóft, og er sagt að fyrrum hafi danskir »spekúlantar« lagt þar upp vörur sínar. Þar er höfnin við hlið eyjarinnar. Er hún i sundi mjóu, en djúpu vel. Það heitir Röstin v egna strauma, sem þar verða. Hinumegin við höfnina er sérstök ey, er heitir Búðarey. í henni eru margar tóftir, að sögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.