Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 22
24 sjónum á milli bæjanna, vaxinn melgrasi, en sandslétta allbreið fyrir neðan með sjónum. Þó sú sandslétta hafi breíkkað nokkuð og sjór- inn fært melbakkann undan sér, — sem varla fer hjá, — þá á frá- sögn sögunnar aiveg við enn. Vegurinn er eftir sandinum fyrir neðan bakkann. Þar sem Steinar sat á bakkanum, gat hann séð för Þorsteins alla leið utan frá Álftanesi. Hann hefir ekki haft augun af honum, og því eigi tekið eftir að Lambi kom aftan að honum fyr en hann greip yfir um hann. Og með því Lambi var sterkur, hefir hann getað ráðið því, að leikurinn barst af bakkanum á sléttuna: ekki sandsléttuna fyrir neðan bakkann, heldur melgrassléttuna er verður fyrir ofan hann. Þar hefir hann haldið viðureign þeirra, þangað til hann vissi að Þorsteinn var um riðinn. Þá gefur hann dálítið eftir, til þess að Steinar láti leikinn berast fram á bakkann aftur. Því enn ætl«r Steinar að Þorsteinn sé eigi farinn hjá: það sást ekki upp fyrir bakkann. En Lambi ætlaðist á um ferð hans. Og þá er Steinar kemur aftur fram á bakkabrúnina og vill sjá Þor- stein, þá hrindir Lambi honum ofan fyrir. Það gjörir hann líka til þess að fá svigrúm að hlaupa heim til bæjar, — það er allskamt, enda sleppur hann inn í dyrnar áður en Steinar kemur. 8. I Strcmmfirði. Túnið í Straumfirði liggur á 2 hólum og er hinn syðri miklu meiri um sig. Þar er bærinn nú; en sagt er, að hann hafi áður verið á norðurhólnum; enda sjást þar talsverðar rústir. Fyrir norð- an þær eru tvær ferhyrndar girðingar, liklega sáðgarðar. Eigi líta þær fornlega út. Þó eru þær eldri en svo, að menn viti til hvers þær voru notaðar. Fyrir vestan vesturhólinn heita Akurl'önd út með sjónum. Þar er nú alt slétt af sandfoki. — Sagt er að kirkja hafi verið í Straumfirði fyrrum. Og þar heita við sjóinn Kirkjuklettar og Kirkjusandur. Eigi sér þó fyrir kirkju né kirkjugarði. En þar, sem bæjarhlað hins forna bæjar hefir verið, er útflött rúst, svo breið, að kirkjugarð mundi naumast þurfa stærri á þessum stað. — Fyrir sunnan túnið heitir Suðurey. Ekki er hún þó umflotin nema i stærstu flóðuin. Á henni eru tóftir eftir kaupmannahús. Flestar eru þær nýjar, frá dögum Páls Eggerz og Ásgeirs Eyþórssonar. Þó er þar lika gömul tóft, kölluð Danskhússtóft, og er sagt að fyrrum hafi danskir »spekúlantar« lagt þar upp vörur sínar. Þar er höfnin við hlið eyjarinnar. Er hún i sundi mjóu, en djúpu vel. Það heitir Röstin v egna strauma, sem þar verða. Hinumegin við höfnina er sérstök ey, er heitir Búðarey. í henni eru margar tóftir, að sögn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.