Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 37
Smávegis.
Athugasemdir gerðar á skrásetningarferð um Árnessýslu
ofanverða í júlí 1908.
í Þingvallakirkjugarði eru 2 legsteinar frá 17. öld. Rann-
sakaði eg báða og mun koma síðar skýrsla um áletranirnar. Annar
er lagður yfir »Eingelbregt Nichulasson«, prest þar (f 1668), og hinn
yfir annan prest þar, Þórð Þorleifsson (f 1676).
í Miðdal er bollasteinn í kirkjugarðskampinum, við sáluhliðið.
Líklega vígsluvatnsker, sem staðið hefir við kirkjudyrnar fyrir
siðaskiftin.
I Uthlíð var mér sýndur steinn einn i bæjardyravegg. Var í
hann höggvin allmikil rauf eða skora, djúpt inn í hann; þessi og 2
aðrir slíkir steinar komu upp úr tóftinni, sem er undir bænum, er
þar var grafið niður fyrir nokkrum árum. Mætti til geta, að steinar
þessir hafi verið notaðir einhvern veginn við hurða- eða dyra-umbúning.
í Laugardalshólum er forn bæjarrúst austur í túninu, og
upp og austur frá henni er önnur tóft lítil, fornleg. Fyrir ofan tún
og vestan er fornt garðlag umhverfis.
I Laugardalshólum fann eg allmerkilegan bollastein lítinn, all-
vel til höggvinn. Botninn er flatur, svo að steinninn getur vel staðið,
og er barmurinn að ofan sléttur og iáréttur. Steinninn er kringlóttur,
litið eitt sporöskjulagaður, 1. 13,7 og br. 12,8 sm. Hæð. 8 sm.
Dýpt bollans 3,7 sm., vídd efst um 8 sm., en minkar niðureftir.
Umhverfis steininn er höggvin inn í hann um 1 sm. djúp skora og
upp frá henni á 4 vegu aðrar smáskorur. Rétt fyrir ofan skoruna
er steinninn gildastur og dregst efri hluti hans að sér upp eftir en
hinn neðri niður eftir. Eg álít vafalaust, að steinn þessi sé forn
»hengilampi«! Skorurnar hafa verið fyrir bönd eða járnvír, er verið