Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 14
16 i fjörunni grjót úr mannvirkjum (búðatóftum eða dómhring) sem ætla má að í girðingunni hafi verið. Leirinn er ofblautur til að halda því uppi. En alveg fellur sjór út úr voginum um fjöru. Eftir því sem nú hagar til, á það ekki við, að kalla Leiðvöll við Laxá því Laxá rennur í vogsbotninn, en hann er langt fyrir innan Leiðvöll, og Urriðaá rennur i voginn þar á milli. Þó mun eigi ástæða til að ætla, að þetta sé skakt í sögunni. Þar eð sjá má, að vogurinn hefir brotið landið, þá verður það augljóst, að hann hefir náð miklu skemra inneftir áður: svo miklu skemra, að Urriðaá og Laxá hafa komið saman áður þær næði til sjávar, og útfall Laxár hefir eigi verið innar en á móts við Leiðvöll. Og hann hefir náð að lienni. Girðingarbrotið, sem eftir er á Leiðvelli og fyr er getið, er ýmist kallað »dómhringur« eða »lögrétta«, þó það líkist því ekki. Menn hafa fært örnefnið yfir á það, þá er hið rétta mannvirki var horfið. Ekki er það meining mín, að frásögnin um samkomu bænda til að ráða atför við Hólrnverju, sé útaf fyrir sig sönnun þess, að þar hafi þingstaður verið. Nafnið Leiðvöllur virðist mér miklu fremur vera það, og helzt hvorttveggja til samans. Eg skil það á þá leið, að þingstaður hafi þar verið fyrir nágrennið á undan setn- ingu alþingis. Þá gátu allir höfðingjar, er vildu, sett slík þing hjá sér, og bera fornir smáþingstaðir vott um, að ýmsir hafa gert það. Og eigi sé eg hvers vegna menn hefðu valið einmitt þenna stað til að ráða atför við Hólmverja, ef þar hefði að öðru leiti enginn sam- komustaður verið. En það, að menn héldu þar leið, eftir að alþingi var sett, virðist mér benda á það, að þar hafi þingstaður verið áður. Bærinn Arkarlækur er sagt að hafi nafn sitt af því, að Bekan landnámsmaður hafi fieytt skipi sinu inn í lækinn, er fellur milli bæjanna, Bekansstaða og Arkarlækjar, og hafi skipið heitið Örk eða örkin. Lækurinn liefir djúpan farveg og fellur utarlega í voginn. Verður sjór djúpur í honum um stórstraumsflóð. Hann heitir Arkar- lækur, og er líklegra, að bærinn hafi verið látinn heita nafni lækj- arins, heldur en að bæjarnafnið hafi verið fært yfir á lækinn. A bæjarhlaði á Bekansstöðum er hestasteinn með áhöggnu mannsnafni og ártali í 3 línum, með latínuletri breyttu: Jón Svein [sson Ajnno 1740«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.