Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 2
* var það ljóst, að oft þurfti að athuga mörg af nöfnunum á ný, að nauðsynlegt væri, að fá samverkamenn, er að ýmsu leyti tækju að sjer málið eða eitthvað af því. En það er ekki aðeins bæjanöfn, heldur og örnefni yfir höfuð sem þarf að safna og rannsaka Það er margra manna verk um lángar stundir. Því má nærri geta, að jeg las ritgjörð H. Þ. með athygli og bjóst við miklu nýju. Þar er og ýmislegt nýtt i, er jeg vík síðar að sumu að minsta kosti. En jeg varð þó að öðru leyti fyrir vonbrigðum. Því að nýjar skýríngar urðu miklu færri, en jeg bjóst við. Mig rámaði í svo mart, sem mig minti á mína eigin ritgjörð, og er jeg bar saman ritgjörðirnar, fann jeg fljótt, að H. Þ. hafði sömu skoðauir og jeg um hávaðann af nöfnunum. Mjer er óhætt að segja, að af þeim hjerumbil 670 nöfn- um, sem hann fer með, eru það á 5. hundrað, þar sem Bkýríngin hjá honum er sú sama, sem hjá mjer, eða nærfelt sama; stundum er hann nokkru vissari eða ákveðnari, þar sem jeg t. d. segi »ef til vill«, segir hann »eflaust« eða því um líkt. Það er því góð trygg- íng fyrir þvi, að skýríngin sje rjett, þegar tveim ber saman, þótt ekki þurfi ætíð svo að vera. Höf. hefði eftir þessu oft getað gert sjer hægt eða hægra um hönd með því að vísa til ritgjörðar minn- ar þar sem hann var sömu skoðunar, svo gera vísindamenn vana- lega, ekki síst þegar um skamt tímabil milli tveggja rannsókna er að gera. En höf. vitnar í mína ritgjörð ekki nema á 2—3 stöðum og þó helst um það atriði, hvernig nafn sje skrifað í jarðabók Árna. Jeg vil hjer til sönnunar máli mínu taka nokkur dæmi, er sýna skoðanalíkíng og stundum orðalagslíkíng þá, sem er með höf. og mjer. F. J. »Vá- varð eðlilega vo- og svo afbakaðist vo- í voð- vot-«. H. Þ. »Vámúla . . hefur eðlilega breyst í Vomúla, Voðmúla eflaust leiðrjettingartilraun*. F. J. Báreksstaðir: »nafnið Bárekr er gamalt (og Báreksstaðir voru til í Noregi)«. H. Þ. »Bárekr er fornt, norrænt nafn, og Báreksstaðir eru i Sogni í Noregi*. F. J. Grímastaðir »er eflaust latmæli fyrir Grímars-*. H. Þ. »en Grimastaðir latmæli*. F. J. Digranes »ef til vill rjettara*. H. Þ. »enginn vafi er á því að Digranes er rjetta og upphaflega nafnið*. F. J. »Af Glý eða Glýr, sem eflaust hefur verið viðurnefni«. H. Þ. »Mishepnuð leiðrjetting. Glýr hefur verið viðurnefni*. F. J. »Flysju(8taðir) er víst rjettara (sbr. Flysjuhverfi)«.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.