Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 8
8 höf., »gæti nafn þetta hafa myndast úr »á Sonastöðum« af manns- nafninu Soni, Suni eða Sóni«. Mannsnafnið var nú eflaust Sóni (en ekki Soni eða Suni). Skýringin á þessum tveimur nöfnum er alveg fráleit, vel má segja óhugsanleg, af þeirri einföldu óstæðu, að for- setníngin (á) var ætíð áherslulaus fyrir framan nafnið. Aðaláhersl- an lá á fyrra hluta þess; »á Leggsstöðum* gat aldrei orðið að »Áleggsst«. Af líkri ástæðu er og það, að skýríng höf. á Ævars- skarði (s. 66) er óhugsandi. Hann hyggur, að snemma hafi Ævars- skarð orðið Vatsskarð »því að til þest þurfti aðeins örlitla breyt- ingu« — já, ef maður lltur á orðin skrifuð, er breytíngin lítil og má segja bara eins stafs munur. En þar eftir má ekki fara. Það er hið lifandi talmál, sem ræður; og þegar tekið er tillit til þess, verður breytíngin stórmikil, svo mikil, að hún er, mjer er óhætt að segja, hverjum málfræðíngi óhugsanleg. Til þess að hún gæti orðið þurfti fyrsta atkvæðið eða hljóðið að vera eða verða alveg áherslu- laust og allur áhersluþúnginn að hvíla á eða fiytjast yfir á aðra samstöfuna: (v)ars. Fyrri liðurinn í orðinu er nú mannsnafnið Ævarr, samsett af æv- og -arr (sama endíngin sem í Gunnarr o. s. frv.); aðaláherslan í þessu orði hvíldi, eins og auðvitað í öllum sam- kyns orðum, á fyrri samstöfunni (æv); en hvernig hún hafl átt að mi8sa þessa áherslu, er óskiljanlegt. Skýríng höf. fellur af sjálfu sjer og hefði aldrei átt að vera sett fram. Brosleg munu og hverjum málfræðíngi þykja orð höf. (á s. 76) um Kappastaði; hann getur um annað nafn á bænum Kambsstaði, (sem vanti gamlar heimildir, og það er rjett). Svo komi fyrir Kamba- staðir (um 1800), en það sje »framburðarbreyting úr Kampastaðir = Kappastaðir, en Kampastaðir er í rauninni frumlegri mynd, en Kappastaðir*. Mig rámar í, hvað höf. muni hjer eiga við; hann meinar víst, að pp sje samlögun (í þessu orði) úr mp — og það er rjett, en hjer kemur aftur fram sami þekkíngarskortur samt, því hve gömul er þessi samlögun ? Hún er nú efalaust eldri en Islands byggíng. Á íslandi hefur aldrei þekst önnur mynd en sú samlagaða kapp. Fyrir því getur aldrei hafa verið til neitt (eldra) kamp í þessu nafni. Ef Kampastaðir væri rjett, hlyti það að koma af kampi = skeggjaður maður, en þar er eldri myndin kanpi (með n), og því varð þar engin samlögun. Fleiru þessu líkt mætti telja (t. d. aths. höf. um Víkurkot og Víkarkot, sem hvorttveggja er sama, á s. 71, eða Þumlaskáli og Þumalsskáli s. 74—75), en jeg vil enda þetta mál með því að mót- mæla því, sem höf. hefur eftir dr. Jóni Þorkelssyni (á s. 32), að rit- háttur danBks manns Roleffskalle, bendi á nafn sem Hrolleifs-. Dr.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.