Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 10
10 Eðlilegra nafn sýnist mjer Bol- þ. e. Bolahraun vera. Er nafnið til nú? Það hlýtur að skera úr. Skarnes (14): Liklegt er að þetta sje rjetta myndin og Skagnes rángt. En ekki er sagt, að fyrri liðurinn sje Skarn, hann getur ver- ið skör (skarar) t. d. Vera má, að kunnugir geti skorið úr því. Lágafell (17): Úr því að svo er kveðið, má ekki breyta nafn- ídu eða geta sjer til, að nafnið hafl verið Lágavöllur. Gambranes (18): höf. minnir á gambur= stór fugl, gammur, en það er ekki líklegt, að það orð sje í ísl. staðarnafni. Væri ekki liklegra að það væri gambur í gamburmosi?; jeg veit reyndar ekki, hvað orðið merkir þar. Mohr hefur gamburmosi = hypnum taxifo- lium; Eggert — Bjarni kalla hann »etslags Bryum« Ostvatnsholt (20): höf. hefur — og með rjettu — á móti skýr- ingartilraun Brynj. Jónssonar og leggur til, að nafninu sje haldið, og er það rjett. Jeg bendi á, að jeg hef talið Ost- vera »framburð- arafbökun< úr Odds- og það eðlilega mjög. Jeg efast ekki um, að það sje rjett skýríng, en þar fyrir má Ost- halda sjer í rithætti. Hárlaugsstaðir: (21), Harðlaugs-: það er þýðíngarlítið, að nafn sem Hár(Harð)laugur kemur ekki fyrir, og miklu rjettara að halda því en að geta sjer til að hið rjetta sje Háleygur; þess konar get- gátur eru óþarfar og ættu helst ekki að eiga sjer stað. Jeg skal annars geta þess, að nafnið kemur líka fyrir í Alþb. I, 375, og er þar skrifað Hardlaugstödum. Glóra (25): ummæli höf. eru rjett, en norska orðið sem hann tilfærir »glör« er rángt í þessu sambandi, því að þetta orð er = glœðr (glæður), en til er í no. glor (með löngu hljóði), og það má bera saman við ísl. orðið. Heyvik (28): jeg hef talið Eyvík rjettara eftir ey í víkinni. Höf. segir þar enga ey vera. Jeg fór eftir uppdrætti generalstabs- mannanna. Þetta ei auðvelt að fá vitneskju um. Meiðarstaðir (31): það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu, að fyrri liðurinn sje mannsnafn Meiður eða Meiði, þó það sje annars með öllu óþekt (orðið kemur fyrir í samsetníng); en væri svo, er það næsta óskiljandi, að úr því hefði oröið »Meiriða«- sem Árni Magnússon segir, að eldri raenn hafl kallað bæjinn, og verð jeg því að halda við þá skoðun, sem jeg setti fram i ritgjörð minni. Höf. visar til skjals frá 1270 (Fbrj. II), en þar við er að athuga, að þetta skjal er aðeins til í uppskrift á pappír frá því um 1570, svo að það verður ekki talið fullgilt vitni um aldur nafnins. Blikastaðir (33): höf. segir að Blakka- komi fyrir í skjali (mál- daga) frá því um 1234 (Fbrj. I) og það er rjett; í uppskriftum af

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.