Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 12
12 Sem er í Jarðab. A. M., líklega af því að hitt kemur fyrir i brjefi, sem á að vera frá 1493, en uppskriftin er kornúng, og því alls óvíst, hvort ambur- er annað en misskrift. Munistunga (48): jeg hef getið þess til, að þetta nafn sje fram- burðarmynd fyrir Mið(ja)nestúnga; höf vefengir þetta með því að vísa til þess að í sama skjali kemur fyrir Miðjanes og Munistúnga »svo að óhugsandi er að Munis- og Miðja-nes hafi ruglast saman*. Hjer kemur aftur fram málfræðisbrestur höf. Hann skilur ekki, að hljóð í ólíkum samsetningum geti breyst á ólíkan hátt. Miðjanes hjelst óbreytt vegna samsetningareðlis síns (1^1), en Miðnes-túnga var þannig samsett, að miklu meiri áhersla fjell á -túnga (tvikvætt orð) en nes, og vegna þessarar ríku áherslu var það eðlilegt, að Miðnes- breyttist í framburði í minnes (ð og n samlagaðist) og að i varð u milli m og nn. Það er alt eðlilegar hljóðbreytíngar, en jeg vil þó ekki nú segja fyrir víst, að svo hafi farið, en mjer er næst að halda það. Þessi skýríng er að minsta kosti sennilegri en höf. Strandsel (52): það er ekki ólíklegt, sem höf. segir, að þetta sje rjetta myndin (í flt.). Höf. gerir hjer, út af myndinni Strand- seljar, þá aths., að hún sje röng af því að samsett orð fái ekki flt. endínguna -ar. Hefði höf. munað eftir nafninu Vogsósar, sem hann, auðvitað með rjettu, segir rángt f. Vogs(h)ús(ar), hefði hann orðað reglu sína öðruvísi; það er auðsætt, að Vogsósar gerir ráð fyrir, að til hafi verið myndin Vogs(h)úsar, sem heldur ekkert er að athuga við. Hœlarvik (54): svo kemur og fyrir Heljarvík. Þegar jeg ritaði ritgjörð mina, hafði jeg ekki tekið eftir því, að Heliar- kemur fyrir í fornum annálum, ekki aðeins í Flateyjarannál, sem höf. vísar til, heldur og í Skálholtsannál. Jeg dæmi því nú öðruvisi um þetta nafn en þá, og er höf. samdóma, að það »gæti verið upphaflega nafnið*. Þó er og verður Hælar- lítt skiljanleg breyting. Helar- vík í rekaskrá 1327 er líklega ekki annað en misritun f. Heliar-. Kolbítsá (57—8): höf. heldur, að þetta sje upphaflega myndin, og bendir sumt á, að svo sje, og þá mynd hefur Á. M. Þess ber þó að gæta, hve auðveldlega beins gat breyst i 2. miðsamstöfu í bits, vegna þess að n er tannhljóð og s óhljómkvætt. Sveigðisstaðir (59): alm. skrifað Sveðju- Á. M. segir »alm. Sveie«. (ekki Sveiju- eins og höf. skrifar). Eftir þessu áleit jeg, að Sveigir (viðurn.) væri fyrri liður orðsins. Höf. álítur, að Sveigðir sje hið upphaflega, því að »Sveigðir var tíðara nafn en Sveigir, en Svegðir kemur aðeins fyrir einu sinni (Lind)«, Jeg veit ekki, hvernig höf. fer að segja slíkt, því að þetta nafn kemur yflr höfuð aðeins einu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.