Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 13
13 Binni fyrir (nafn á fornum Uppsalakóngi), og Lind hefur ekki fleiri, en nafnið (þetta sama) er skrifað í handritum bæði með ei og e. Sveigir kemur líka aðeins einu sinni fyrir (sbr. Lind). Það er auð- sjeð erfitt að ákveða bjer, hvað upphaflegt sje. Seila (68): höf. ritar svo, og vísar í Kálunds útg. af Sturlúngu; tilvísunin er rjett, en hjer sýnir það sig sem oftar, að höf. tekur ekkert tillit til, hvað gamalt handrit það er, sem á hverjum stað er fylgt. Höf. hefði átt að taka eftir þvi, að sá kafli, sem nafnið stendur í, er prentaður með smærra letri, þvi að hann er tekin úr ýngri handritum, þar sem rjettritun er ekki að marka. Jeg trúi að það væri Pálmi heitinn, sem vakti máls á því, að orðið bæri að skrifa Seyla, og kemur það mæta vel heim við no. soyla, sem jeg nefni í minni ritgj. Sjöundastaðir (76): mjer þykir liklegt, að skoðun höf á þessu nafni sje rjett (mannesn. Sjöundi). Sama er að segja um Sireksstaði (80). Það sem höf. segir um þetta nafn, er óefað hið besta í ritgj. hans (að frádreginni setningunni um Siðríkur, sjá framar). Bandagerði (80): það er rjett hjá höf., að banda (og ekki bænda) er hið upphaflega, en alveg ólíklegt og fráleitt er, að þetta banda komi af bönd = goð. Svo hátíðlegt (skálda)-nafn sem bönd var ekki haft til að mynda staða- eða bæja-nöfn og með svo lágri tign siðara liðs, sem -gerði þö er. Finst heldur ekki annars, en goð- finst sem kunnugt er. Það er eitthvað annað, sem hefur valdið nafninu. Viðarsstaðir (91): hjer mun vera prentvilla f. Víðars-, því að höf. segir: svo mun nafnið rjett, elsti framburður Víðars* (svo; eða er þetta prentv. f. Við-?; annaðhvort hlýtur að vera). Víðars- (með upphafl. löngu í) er vafalaust hið rjetta, sbr. vijda-, sem jeg hef bent á í ritgj. minni. Það eru ýms fleiri nöfn, sem jeg hefði getað rætt, en af því að jeg hef ekki neitt sjerlegt eða nýtt að segja þeim til skýríngar, læt jeg það farast fyrir. Aðeins skal jeg enn nefna tvö nöfn, þar sem höf. hefur þóst finna hið rjetta og upphaflega: Lambabliksstað- ir og Útibliks8taðir. Höf. hyggur, að bliks- sje framburður f. blígs, af blígr, sem er fornt orð (= sá sem (ein)blínir), og til er viðurn. sem stikublígr (sem er vel skiljanlegt, sbr. viðurnefnaritgj. mína í Árbókum 1907). Það er auðvitað ekkert á móti því, að blígs hefði orðið að bligs, og það svo skrifað bliks, og mörgum kann að þykja skýríngin sennileg. Það er þó ýmislegt athugavert við hana, og þá aðallega sjálfa samsetníngu liðanna; hvað er lamba blígur? sá sem starir eftir iömbum?, eða er Lamba- mannsnafn og þá t. d. föður- nafn (sbr. viðurnefni sem Hölluslappi); það væri skiljanlegra. Enn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.