Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 18
18 hægt að gera stórslysalítið*, og getur þess um leið, að á þessu sé tilfinnaulegur brestur hjá mjer. Hann er svo sem ekki neitt nýstár- legur þessi málfræðingagorgeir, og sérstaklega vel fallinn til að slá ryki í augu fólks, sem halda, að þessir herrar séu barmafullir af einhverri yfirspeki. En eg get sagt höf. dr. F. J., að það þarf dálit- ið fleira og eg vil segja meira til að leysa hnútana í þessum einka- réttarvísindum (bæjanafnaskýringum) hans, og þar á meðal ekki sízt skilning og dómgreind til að komast að réttri niðurstöðu, en eg hef aldrei orðið var við, að á þeim eiginleikum hafi sér6taklega mik- ið borið hjá höf., hvað sem »teóretiskri* málfræðisþekking hans liður, er að minnsta kosti œtti að vera sæmileg, en eg mun samt sýna fram á hér síðar, að einnig á þessu sviði skjöplast honum sjálfum, þó líklega fremur af hinni alkunnu fljótfærni hans en beinni vanþekk- ingu1). En umsögn hans um málfræðisþekking mína þarf eg ekki að láta mig miklu skipta, því að hann hefur fyr gert lítið úr mál- fræðiþekking manna, sem alls ekki standa honum að baki í þeirri grein, og standa auðvitað jafnréttir eptir, þrátt fyrir slík »vottorð* frá honum. Það er því engin furða, þótt hann ímyndi sér, að hon- um veiti létt »að slá sig til stórriddara« á mér, leikmanni í þessum efnum í samanburði við þá »sprenglærðu«. En eg ætla nú samt að gerast svo djarfur að athuga staðhæfingar höf. dálitið nánar, þótt flestar aðfinnslurnar séu hégóminn einber, eða mjög marklitlar og veigalitlar, og frekar gerðar af vilja en mætti til að láta það eitt- hvað heita, eins og ljósast sést af því, að höf. hefur alls ekkert nýtt til brunns að bera, kemur hvergi með eina einustu skýringu frá eigin brjósti, eða endurbót á skýringum mínum og má það kall- ast fremur fátæklegt, enda hin bezta sönnun þess, að höf. skortir algerlega getu til að hnekkja niðurstöðu minni, en viljann til þess vantar sannarlega ekki. Eg skipti aðfinnslum höf. í 3 flokka til gleggra yfirlits eptir efni þeirra og áherzluþunga: 1) almennar athugasemdir með ívafi af mið- ur staðgóðum fullyrðingum, 2) vefengingar á niðurstöðu minni i rannsóknum um einstök atriði og 3) bein fyrirdæming á sérstökum skýringum. Fyrsti flokkurinn er að mestu leyti þess eðlis, að eg gæti að 1) Glöggt dæmi nm hina frámnnalegu grunnfærni höf. er t. d. í aths. hans um nafn- ih Ymjaberg. Þar er hanu að furða sig á þvi, hvaðan Espólin hafi getað fengið nafnið (i Árb. II, 43). Það liggur þó nokkurnveginn opið fyrir, þvi að Espólín er þar einmitt að lýsa efni hréfsins frá 1445, sem nú er prentað i Fbrs. V, þar sem Ymjaberg stendur fullum fetum, og hann hefur auðvitað haft það bréf i höndum. Fyr má nú vera athugaleysi en þetta.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.