Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 20
20 8emd minni við Strandsel (í fl.t). Hann vefengir þar hina einföldu og réttu reglu, að í samsettum orðum (tveggja atkvæða eða fleiri) fellur endingin -ar burtu í fleirtölunni. Menn segja ávallt Miðhús (aldrei: Miðhúsar), Grímsfjós, Andrésfjós (aldrei: Grimsfjósar, Andrés- fjósar), Haukholt (aldrei: Haukholtar), Skíðsholt (aldrei: Skíðsholtar), Strandsel (aldrei: Strandseljar) o s. frv. Þetta er svo föst regla, að það er ekki til neins fyrir höf. að reyna að hnekkja henni, þótt hann að líkindum hafi aldrei fyr veitt henni eptirtekt. Dæmið, sem hann tekur til mótsagnar af Vogsósum (Vogshúsum) gildir ekki; það er afbakað orð. Menn hafa ætlað ranglega, að það væri leitt af »ós- um«, og þá var eðlilegt, að það yrði í nefnifalli flt.: »ósar« (Vogs- ósar), enda efast eg um, að Vogs(h)úsar séu til í framburði þessa nafnB fremur en Miðhúsar. Og þótt svo væri, að þessi framburður: Vogs- (h)úsar hefði einhverntíma verið til, þá er reglan jafn góð og gild fyrir þvi, og tilgangslaust fyrir höf. að slá sig til riddara á henni, þótt hann hafi ekki vitað af henni, og eg skora á hann að nefna önnur dæmi en afbökunina »Vogsósar«. Þá vík eg að því, er höf. minnist á úrfellingu hljóðs í miðsam- stöfu, einkum á undan hljóðstaf og h., t. d. Brunahóll—Brunhóll, Kampaholt—Kampholt, Skaptaholt—Skaptholt, Reykjaholt—Reykholt o. s. frv. Vill hann láta styttinguna halda sér, samkvæmt margra alda framburði, og sé eg ekkert á móti þvi, ef þess væri þá jafn- framt getið t. d. milli [ ], hvernig nafnið væri upphaflega úrfelling- arlaust, því að eg vil ekki láta alveg ganga fram hjá því, og þótt eg hafl óvíða sett svo í ritgerð minni, nema um Reykholt [Reykja- holt], Stúfholt [Stúfaholt], og ef til vill einhver fleiri, þá eru hin svo afarfá (líklega ekki fleiri en 3—4), sem eg hef tekið upp sem aðalnöfn úrfellingarlaust af þeim fjölda, sem til er. Eg ætlaði mér ekki að fyrirskipa þar nokkra fasta reglu, heldur láta það ráðast, hvor aðferðin væri tekin, sakir þess að þetta stendur á svo litlu, og þarf engan að villa. Það er tilfinningamál og annað ekki. Þá getur höf. um nokkur nöfn, er hann telur »full réttmæt«, eins og Smyrlabjargir fyrir Smyrlabjörg, Vallnatún fyrir Vallatún, Hellatún fyrir Hellnatún, en síðari nöfnin hef eg talið réttari en hin fyrri. Eins dæmir hann um Giljir og Vaglir fyrir Giljar og Vaglar. Þetta kallar hann »málþróun«, og vill gera það að höfuðreglu, að framburður, sem tiðkazt hafl langa tíma og á mismunandi hátt sinn i hverju héraði, eigi fullan rétt á sér og við honum megi ekki hrófla. Eptir því ættu flestöll »latmæli« og »bjagurmæli« að vera frið'helg, og fer þá að verða þýðingarlítið og jafnvel ósvinna að færa þau til rétts máls, en eg er á gagnstæðri skoðun um það, og kalla það

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.