Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 23
23 Víðarsstaði) (líklega sama nafnið). Um þessi nöfn ber okkur í raun- inni ekkert verulegt á milli, nema þetta að hann er að fetta fingur út i áreiðanleik sumra heimildanna (bréfsafskriptanna), og Lef eg tekið þá firru hans til athugunar hér áður. — I þessum kafla sínum minnist hann á, að ekki megi breyta nafninu Lágafell (í Landeyjum) »eða geta sér til«, að nafnið hafl verið Lágavöllur. Það finnst mér dálítið undarlegt ófrjálslyndi, að mega ekki einu sinni minnast á, að nafnið hafi ef til vill verið Lága- völlur, úr þvi að óhugsanlegt er, staðhátta vegna, að Lágafell sé rétt. Þá kem eg að 2. kaflanum, þar sem ræða er um meira eða minna beinar og óbeinar aðfinnslur eða vefengingar á niðurstöðu minni, og skal þar fyrst getið nm Bólhraun. Spyr höf. við hvað það styðjist, að það sé réttara en Bolhraun. Það styðst fyrst og fremst við nú- verandi framburð á nafninu þar eystra, og er víst fullkomlega rétt, því að landslagi er svo háttað í hraunum þessum, eins og svo mörg- um öðrum hraunum, að þar er ágætt skjól fyrir fénað, hraunbollar og hellisskútar, og eru því réttnefnd Bólhraun. Höf. hefði aldrei átt að fara lengra en að spyrjast fyrir um, hversvegna Bólhraun væri rétta nafnið, en hatm bætir við illu heilli: »Eðlilegra nafn sýnist mér Bol- þ. e. Bolahraun vera«. Hann hefur ekki athugað í bili, sá lærði mann, að um svona lagað nafn Bolahraun—Bolhraun, gildir ekki sama regla og t. d. um Bolholt, sem stytt er úr Bolaholt, samkvæmt úrfellingu hljóðs á undan hljóðstaf og h, þá er hljóðstaf- ur fer einnig á eptir þvi, eins og kemur fyrir í svo mörgum bæja- nöfnum sem áður er minnzt á. En þá er h-ið fær jafnöruggan bak- hjall og stuðning, eins og eptirfarandi harðan samhljóðanda, sem r-ið í Bolahraun, þá er það þvert á móti öllu lögmáli islenzkrar tungu, að hljóðstafurinn á undan h falli burtu, þ. e að Bolahraun styttist i Bolhraun. Nafnið hefði ávallt orðið óbreytt, Bolahraun, hefði það heitið svo upphaflega. Nægir t. d. að benda á nöfnin Garðahraun, Hvassahraun, Odáðahraun, Illahraun, o. s. frv., sem eins er háttað. Þau hafa aldrei og verða aldrei stytt i Garðhraun, Hvasshraun. Ódáðhraun, Illhraun. Eg skoða þetta málfræðislega »gat« prófessors- ins um Bolhraun = Bolahrauu fremur sprottið af fljótfærni og athuga- leysi en þekkingarleysi, en það bætir ekki úr skák. Slik fljótfærni er gersamlega óafsakanleg, ekki sízt hjá þeim, er bregða öðrum um »málfræðisbrestc í óverulegum atriðum. Þá skal eg skýra fyrir honum nafnið Skœkill, sem er rétt, en Spækill vitleysa, sem hann hyggur, að sé einmitt rétta nafnið. Nafnið Skækill kemur fyrst fyrir, svo eg viti til, i skrá séra Ólafs

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.