Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 24
24 Gíslasonar í Odda frá 1745 (prentuð í Biskupasögum J. H. útg. Sögu- félagsins J, 435). Sama nafnið er í öllum sálnaregistrum Landeyja- þinga, Bem kunn eru, um meira en 100 ár, eða frá 1812—1919, að nafninu var breytt i Guðnastaði með stjórnarráðsleyfi. Eins er nafn- ið ritað Skækill í öllum almennum manntölum til 1920. En nafnið Spækill kemur fyrst fyrir í Jarðatali Johnsens (1847), og hygg eg, að það 8é ekkert annað en hrein og bein prentvilla fyrir Skækill, enda er auðsætt, að þessi vitleysa hefur ekki breytt nafninujþar í sveitinni, en eðlilegt er, að einhverjir hafi ætlað, að þarna væri ný og endurbætt útgáfa af Skækilsnafninu, og þess vegna hefur prent- villan gengið aptur í jarðabókinni 1861 eptir Johnsen. Og þykir mér óþarfi að togast lengur á um þennan Skækil, en Spækilinn sinn verður höf. að láta falla. — Um leið skal eg geta þess um nafnið Gaulards í sama hreppi (Austur-Landeyjum), að nafn þetta kemur nokkrum sinnum fyrir í Noregskonungasögum1) sem örnefni í Noregi, og er mynd þessi því auðvitað hin eina rétta, en Gularás bein framburðaraf- bökun. Höf. vefengir skýringartilraun mína á Gauksstöðum. Eg er held- ur ekki ánægður með hana, en komi hann með aðra betri. Það er ómótmælanlegt, að Gauksstaðir ( í Oddamáldaga frá 13. öld) er sama jörðin, sem nú nefnist Gaddsstaðir. Verður því að hugsa sér, að eitt- hvert milliliðsnafn, sem nú þekkist ekki, hafi verið á jörð þessari, áður en breytingin varð í Gaddsstaði. En ólíkt betri er þó þessi skýring mín, en t. d. skýring höf. á Meiðarstöðum, sem hann segist enn >halda við«, og að nafnið hafi upphaflega verið Meiríðar- eða Mýríðarstaðir, því að hún er öldungis fráleit, og þvert ofan í áreið- anlegar heimildir, því að auk þess, sem Meiðarstaðir koma fyrir í skjali frá 13. öld (þótt það sé í afskript frá 16. öld) kemur það einnig fyrir í jarðaskiptabréfi Skálholtsstóls frá 1563 (Safn til s ísl. I, 132). Það þarf því sannarlega nokkuð mikla bíræfni að halda fast við þessa Meiríðarstaðarhégilju, þvert ofan í góðar heimildir. Sama er að segja um skýringu hans á Muninstungu (Munistungu), er höf. hyggur, að verið hafi Miðj(a)nestunga (!) og þykist halda enn fast við þá skoðun sína, en hún er og verður jafnfráleit fyrir það, því að það er lítill vafi á, að Muninstunga eða Munistunga er rétta heitið, 1) Mér hafði sézt yfir að geta þessarar heimildar i ritg. minni og geri það því nú. Og nm leið vil eg nota tækifærið til að leiðrétta villn, er slæðst hefnr inn i ritg. mina (bls. 52), að Folafótur sé milli Hestfjarðar og Skötnfjarðar, eins og segir i reg- istrinn við Landnámuútg. F. J., en á að vera: milli Hestfjarðar og S'eyðisfjarðar. Þetta vil eg biðja lesendur ritg. minnar að leiðrétta.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.