Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 27
27 uga manns«. Það er gersamlega óhæíilegt, ekki sízt af »lærðum« bæja- nafnaskýranda að þverbrjóta jafn ósveigjanlega reglu, sem um fyrri hlutann i -staðir, því að þá eru engin takmörk fyrir því, hvað langt mætti ganga í slíkri fjarstæðu. Það væri þá fleira en útsýnin ein frá bæjunum, sem setja mætti framan við endinguna -staðir; það gæti verið hver þremillinn, sem vera vildi. Þá kem eg loks að 3. kaflanum, er eg nefni svo í ritdómi höf., en það er um þau nöfn, er höf. staðhæfir hérumbil, að eg hafi rang- lega skýrt, og er hann lang fyrirferðarminnstur og fáskrúðugastur, svo þar er um færri »gullkorn« að ræða, en í hinum. 0g í raun réttri snertir þessi hluti ekki nema 3 atriði: Torfastaði í Fljótshlið, Vélaugsstaði og Ævarsskarð, en af því að höf. minnist dálitið á tvö önnur lítilvægari atriði, þá tek eg þau hér með. Annað atriðið er um hina lauslegu tilgátu mina um Hdleggsstaði í Skagafirði og Asunnarstaði í Breiðdal, tilgátur, sem mér kom ekki til hugar að taka upp sem sennilega skýringu á nöfnunum og lagði enga áherzlu á, eins og ritgerð mín sýnir ljóslega, svo að það var hreinn óþarfi fyrir höf. að breiða sig mikið út yfir það, þótt eg varp- aði því fram svona hinsvegar, að ekki væri óhugsanlegt, að mynd- irnar Alex- Alogs- o. fl. væru komnar af: »á Leggsstöðum*, er svo hefðu orðið Háleggsstaðir, og að myndin Ásunar- eða Ásonar- (í Ásunnarstöðum) stæði í sambandi við eða væri fyrir: »á Sona- eða Sunastöðum*. Höf. heldur því nú fram, að fráleitt sé, að for- setningin (á) hefði runnið saman við nafnið á þennan hátt, og það má vel vera, að hann hafi þar rétt fyrir sér. En hann setur fram svo margar fullyrðingar um ýmsa hluti, að maður hefur fulla ástæðu til að vefengja réttmæti þeirra, og víst er um það, að þá er hann setur þessa lauslegu tilgátu mína á sama bekk, eins og skýringu mína á Ævarsskarði, til að hnekkja henni, þá skjátlast honum al- gerlega, eins og eg mun Bíðar sýna fram á, og eins getur staðhæf- ing hans um þessi tvö bæjarnöfn (Háleggsstaði og Ásunnarstaði) verið jafn staðlaus, og er það sennilega, þótt mér sé raunar ekkert sárt um þessa tilgátu mína, og hef enga áherzlu á hana lagt, eins og eg hef getið um. Hitt atriðið, sem höf. er alldrjúgmæltur yfir er, að endíngin -leysa í islenzkum bæjanöfnum merki skort (Vatnsleysa — vatns- 1) Annars er það auðsætt, að höf. er yfirleitt alls ekki ljós þessi meginregla um forskeytið við -staðir. Það sést meðal annars á þvi, að hann gerir enga athuga- semd í ritgerð sinni (i Safni IV) við afbakanirnar Kúfustaði eða Kúastaði í Svartár- dal, sem eg hef áður minnzt á, og hyggur því eflaust, að jörð þessi sé réttilega kennd við kúfótta meri (!) eða kýr (!) og er hvorttveggja jafn viturlegt,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.