Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 28
28 lauat land eða því sem næst) og byggir það á því, að — löse — leysa komi aldrei fyrir í norskum bæjanöfnum í annari merkingu. En þetta þarfnast nú dálítið nánari athugunar. Upphaflega myndin var »lausa« á íslenzku, sbr. Vatnlausa í Landnámu. Mér var kunn- ugt um, að danskir vísindamenn hafa skýrt Vanlöse [Vandlöse], sem vitanlega er sama nafnið og hið íslenzka Vatnlausa, að það merkti = vatnsengi, »lausa* þýddi engi, og að sömu niðurstöðu munu Svi- ar hafa komizt um samkynja nöfn hjá sér, eins og höf. drepur á. Eg þykist því vítalaus, þótt eg hafi fylgt þessari sömu skýringu, enda þótt vafi hafi verið á, hvað endingin »-lausa« merkti. Hin upp- haflega merking í »lausu« = engi hefur víst mjög snemma gleymzt hér á landi, og síðar breytzt í »leysu«, eptir að menn hafa farið að gera sér grein fyrir, hvað »lausa« mundi merkja, og lá þá auðvitað næst sú skýring, að Vatnlausa t. d. mundi merkja vatnsskort eða vatnsleysi, og sennilega hefur þetta verið á sama hátt í Noregi, að þar hefur hin upphaflega merking orðsins gleymzt snemma. Ef at- huguð eru Vatnsleysunöfnin hér á landi eptir staðháttum, þá sést, að þau geta ekki verið miðuð við vatnsleysi, nema ef til vill að eins Vatnsleysa á Vatnsleysuströnd, því að þar er vist lítið um vatn og ekki um nokkurt engi að ræða1). Um hinar Vatnsleysurnar er hins vegar það að segja, að á Vatnsleysu í Fnjóskadal er að sögn kunn- ugra manna lækir hér og hvar, engið votlent og liggur að Fnjóská, en á Vatnsleysu í Viðvíkursveit, sem eg hef einnig sannar spurnir af, eru að vísu ekki lækir eða tjarnir, en engið samt votlent og liggur að tveimur vatnsföllum, Héraðsvötnum og Gljúfurá. Um þriðju jörðina Vatnsleysu í Biskupstungum er mér sjálfum vel kunnugt, að þar eru tjarnir (í enginu) en lítið um læki, og engið er votlent, en stórt vatnsfall, Tungufljót, rennur meðfram endilöngu landi jarð- arinnar á einn veginn, milli bæjarins og aðalengjanna. Samkvæmt þessu verð eg að telja, að langmestar líkur séu fyrir þvi, að hið upphaflega nafn Vatnlausa, (siðar Vatnsleysa) merki einmitt votlent engi, eða engi sem liggur að vötnum (ám). Og sama verður upp á teningnum, ef athuguð eru önnur nöfn með endingunni -lausa eða leysa, t. d. Eldleysa. sem höf. nefnir. Það er ekki sennilegt, að það merki eldlaust land, eða þar sem skortur sé á eldi, heldur 1) Ekki er mér kunnugt um á hverju höf. byggir þá fullyrðing sína (í registri við Landnámuútg. sína), að sú Vatnlausa (Vatnsleysa), þar sem Glúmur Þórarinsson bjó, — en hann hefar verið uppi 4 siðari hluta 11. aldar — sé Vatnsleysa á Vatns- leysuströnd, en þótt svo væri, sem er harla vafasamt, þá gat hin upphaflega merking á endingunni -lausu verið þá gleymd fyrir löngu, og hin nýja komin í staðinn, áður en sú Vatnsleysa var byggð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.