Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 29
yy
einmitt land eða engi, sem farið hefur verið eldi um (þ. e. brennt)
til að bæta það, og væri þá = sviðuland. Méi finnst það dálitið
eðlilegri skýring en hitt, sem naumast getur náð nokkurri átt, sé
nafnið gamalt. Eins má segja um Veiðilausu (Veiðileysu), sem er
gamalt nafn (sbr. Landn) að það væri mjög einkennilegt, ef hin
upphaflega merking þess væri aflaleysi í þeim flrði, er bærinn stend-
ur í. Eg er að vísu ekki kunnugur staðháttum þar, en þar kvað
vera góðar engjar, og tvær ár renna þar í fjörðinn. Mér þykir lang-
eðlilegast, að nafnið sé miðað við engi, er liggi að á, eða beggja
vegna ár, sem veiði er i, (t. d. silungsveiði), sbr. engjar á Vatns-
leysunum þremur, er liggja að vötnum (ám). Um Skyrleysu eða
Draflaleysu þarf ekki að ræða í þessu sambandi, því að það eru
skrípanöfn á smákotum, sem tekin hafa verið upp löngu eptir að
hin upphaflega og rétta merking í «lausa« (»leysa«) var gleymd. Eg
þykist þvi hafa fært sterlcar likur fyrir þvi, sem nálgast sannanir,
að skýring mín á Vatnsleysu o. fl. sé rétt, enda í samræmi við þá
niðurstöðu, sem danskir og sænskir vísindamenn hafa komizt að um
samskonar nöfn, svo að eg hvorki blikna né blána fyrir fullyrð-
ingum höf. í öfuga átt. En svo er eptir að vita, hvort nafnið
Sauðlausdalur (en svo er elzta myndin langa tíma) er ekki réttast
skýrt með því, að þar sé góð fjárbeit eða sauðahagi, því að sögn
nákunnugs manns eru einmitt beztu slægjur og hagar þar á dalnum,
en hitt er fremur óeðlilegt, að það sé = fénaðarlaus dalur, og verð eg
því að telja skýringu mína sennilegri, meðan eg fæ ekki aðra betri,
enda þótt breytingin á Sauðlausudal í Sauðlausdal verði ekki fylli-
lega skýrð málfræðislega, en sama er að segja um margar fleiri
nafnabreytingar en þessa.
Þá kem eg loks að þremur hinum síðustu atriðum í ritdómi
höf., þar sem hann að fullu og öllu fordæmir niðurstöðu mína með
hinum alkunnu fullyrðingum sínum, en þar þykist eg einnig hafa
gildar varnir, sem erfltt mun að hrekja með réttu.
Um Þorvarðsstaði í Fljótshlíð er höf, mjög digurmæltur, að þar
hafi mér »skjátlazt heldur en ekki«, með því að segja, að nafnið
hefði framburðarins vegna afbakazt í Torfastaði. Höf. gerir sér þar
lítið fyrir og beitir óleyfilegum útúrsnúningi, þar sem hann segir,
að Þorvarður geti aldrei orðið Torfi og hafl aldrei verið það Þetta
er beint ranghermi, því að eg hef aldrei sagt það, en hitt hef eg
sagt, sem er dálitið annað, að Þorvarðsstaðir hafi í framburði afbak-
azt I Torfastaðir. Veit hann þá ekki, að Þorvarðsstaðir hljóta að
hafa verið bornir fram Þorvastaðir eða Þorfastaðir? Og frekar þarf
ekki vitnanna við, því að hvað var þá eðlilegra, en að menn, sem