Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 31
3i þeirra hefði löggilt verið með stjórnarráðsúrskurði? Eg hef þó kom* ið í veg fyrir það með tillögu minni, en svo geta aðrir ráðið, hvort þeir taka hana upp. Ummæli höf. þurfa engan frá því að fæla, og eg þykist fremur eiga þökk en óþökk skilið fyrir að hafa fundið sennilega og að líkindum hina réttu lausn á þessu margafbakaða nafni. Að síðustu verð eg að fara nokkrum orðum um nafnið Ævars- skarð og skýringu mína um, hvar það hafi verið, því að höf. reng- ir allt harðlega, er eg hef um það sagt, en eg hygg, að mér takist að sýna ómótmælanlega fram á það, &ð eg hafi þar algerlega rétt fyrir mér, en hann gersamlega rangt. 0g skal eg þá fyrst geta þess, að eg skil það mjög vel, hversvegna höf. er svo illa við skýringu mína, því að eg hef fært Ævarsskarð dálítið óþægilega úr stað fyr- ir honum. Hann hefur sett það niður í Skagafjarðarsýslu, en eg hef dirfzt að færa þáð langan veg norður á bóginn. Hann segir fullum fetum i registri við Landnámuútgáfu sína: »Ævarsskarð, et fjældpas og gaard i Skg.«, þ. e. »Ævarsskarð, fjallvegur og bær í Skagafirði*. Það verður ekki annað séð, en að Ævarsskarð só nú bæjarheiti í Skagaflrði. Hann er ekki að setja neitt vafamerki við það, heldur hiklaust, að þarna hafl það verið og skuli vera, þ. e. bæði sem nafn á fjallveginum (Vatnsskarði) milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu og nafn á bænum (Stóra)Vatnsskarði, sem heyrir til Skagafjarðar- sýslu. Og vei þeim, sem dirflst að hrófla við þessari fullyrðingu hins lærða, athugula manns í vísindalegri útgáfu1 2). En eg ætla að vera svo djarfur að kalla þessa fullyrðingu höf. hreina og beina fjarstæðu og lokleysu, meðal annars af þeirri óhrekjanlegu ástæðu, að land- nám Ævars náði ekki nándanærri svo langt suður á bóginn, en hann hafði numið svo mikið land fyrir sig og sina, að það ber sannarlega vott um skynsemisskort að hugsa sér, að hann hafi far- ið að taka sér bólfestu i landi annars manns, Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarða) allt og Svartdrdal, eptir því sem Land- náma segir Það er því algerlega útilokað, að þar suður frá hefur bústað- 1) Það litur annars út fyrir, að ýmsir fleiri annmarkar séu á þessu staðaregistri i Landnámuútg. F. J. T. d. sé eg, að Refsstaðir i Vopnafirði eru þar fluttir suður i Fljótsdal (!), og svo getur verið um fleiri örnefni þar, eins og t. d. um legu Folafótar, sem fyr er á vikið. 2) í registrinu við Landnámu telur F. J. örnefni þetta = fjallveg (skarð) milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, eins og rétt er. En hann hefur ekki gætt þess, að þá eru komin tvö ólík nöfn hjá honum á sama staðinn (Stóra Vatnsskarð) og sýnir þetta enn greinilegar, hvilík lokleysa þessi flutningur hans á Ævarsskarði er þangað suður ept'r, þvi að bæði þessi örnefni: Ævarsskarð og Vatnsskarð (síðar Stóra Vatns- skarð) eru jafngömul.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.