Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 32
32
tir Ævars aldrei verið, og er því hín fortakslausa fullyrðing
höf. um það algerlega dauðadæmd til eilífrar tíðar. Hinsvegar hef
eg getið þess til í ritgerð minni, að Ævarsskarð hafi verið þar sem
nú er Litla Vatnsskarð, og tekið meðal annars fram, að nafnið hefði
hæglega getað afbakazt í framburði, nfl. Ævarsskarð—Vasskarð—
Vatnsskarð. Þetta telur höf. »óhugsandi«, af því að aðaláherzlan hafi
hvílt á fyrri samstöfunni Æv-, er hafi ekki getað misst þessa áherzlu
eða flutzt yfir á -vars, en þetta er afarhæpin fullyrðing, og eg leyfl
mér að segja röng, því að málfræðingar, sem eru fullkomlega jafn-
snjallir höf. hafa sagt, að þessi breyting væri einmitt eðlileg, því
að Æ-ið í Ævar væri hljóðnæmt og gæti því hæglega fallið burtu
eða runnið saman við -vars (frb. -vass), og tek eg þau ummæli trú-
anlegri, en fullyrðingu höf. En svo er annað, að eg þarf alls ekki
á þessari framburðarbreytingu að halda til þess að staðfesta skýr-
ingu mína. Og skal eg þá fyrst geta þess, að Vatnsskarð (síð-
ar Litla Vatnsskarð) var, fyrrum að minnsta kosti, eins og eg segi i
ritgerð minni, einn hluti úr jörðinni Móbergi í Langadal, bústað
Vefreyðar Ævarssonar, og það hafa sagt mér kunnugir menn, að
ekki sé langt á milli bæjanna, og að vegur (Strjúgsskarð) liggi frá
Strjúgi, næsta bæ við Móberg, þar yfir Langadalsfjall út í Laxár-
dal, en þar er bærinn Litla-Vatnsskarð skammt frá skarðsmynninu
hinu meginn. Ævar hefur því tekið sér bólfestu í nágrenni við son
sinn og auðvitað í landnámi sínu, þvi að hann nam ekki að eins
efra hluta Langadals upp frá Móbergsbrekkum, heldur einnig þar
þvert yfir austanvert við Langadalsfjall t. d. Gautsdal og efsta hluta
Laxárdals »ofan til Ævarsskarðs«, eins og Melabók segir, og svo
enn lengra þar norður eptir frá Ævarsskarði (líklega þar sem nú
eru jarðirnar Refsstaðir, Vesturá, Sneis, Kirkjuskarð og Núpsöxl,
aliar i Laxárdal, einmitt norður frá Litla Vatnsskarði). En til frek-
ari áréttingar, og eg vil segja, fullrar sönnunar fyrir tilgátu minni
um Ævarsskarð, skal eg loks geta þess, að næstliðið sumar, eptir
að ritgerð mín var prentuð, fann eg í handriti í landsbókasafninu
örnefnaskýringar úr Húnavatnssýslu, ritaðar 1871 af mjög vel greind-
um og mjög fróðum manni, Jóhannesi Guðmundssyni á Gunnsteins-
stöðum, síðar Hólabæ í Langadal (f 1879), er var þaulkunnugur á
þessum slóðum og mestan hluta æfi sinnar í nágrenni við Móberg,
Strjúg og Litla Vatnsskarð. Hann getur þess, að ýmsir hafi verið að
brjóta heilann um, hvar Ævarsskarð hið forna hafi verið og segir,
að flestir hafi hallazt að Litla Vatnsskarði (Stóra Vatnsskarð nefnir
hann vitanlega ekki), og færir sem sönnun þess, að sá bær hafi
verið fluttur, vegna þess að hinn gamli hafi farið af fyrir skriðufalli,