Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 35
35 gerist eða er látinn gerast 985 *) og þá er þingið lagt niður í Sunnu- dal1 2 3), þvi Vopnfirðingar komu þá af vorþingi austan frá Þinghöfða við Lagarfljót, öðru nafni Krakalækjarþingi8). A þessu sjáum við að fjórðungsþingið4 *) í Sunnudal hefir ekki staðið nema um 20 ár8). Þess er getið, að fjórðungsþingið4) í Sunnudal hafi verið lagt niður, en það er hvergi tekið fram að það hafi verið sett annars staðar. Var það óhugsandi, að fjórðungsþing4) hefði verið sett annaðhvort hjá Þinghöfða eða á Lambanesi? Það lá að minsta kosti vel við; það þing hefðu þá sótt Strandamenn og Vopnfirðingar og alt Ut- Hjerað og Norður Firðir, alt suður í Mjóafjörð; en hinn hlutinn6 *) hafi átt þingsókn að Kiðjafelli, sem vafalaust hefir verið flutt þang- að frá Þing-Múla. Annars er það skoðun mín, að þing hafi verið háð mjög skamma stund að Þing-Múla. Það mælir ýmislegt á móti því, bæði lega staðarins og svo hefir snemma verið bygt þar, en varla er hugsanlegt að fjórðungsþing hafi verið háð heima í túni á bygðu bóli. Þess utan er miklu beinna sunnan undan Lónsheiði og víðar þar að sunnan, að fara fyrir innan Skriðudal og út á hálsinn milli Fljótsdals og Skriðudals og þar ofan í Fljótsdalsbotninn, þar sem þingið var háð. í fjallinu inn og upp af Víðivallagerði í Fljóts- dal er klif eða klettahjalli, sem þann dag í dag kallast Þingmanna- klif, eitt af þessum þögulu og þó talandi minnismerkjum þessa lands frá fornöldinni. I sambandi við þetta má minna á einn atburð í Fljótsdælu. Það er vorið í Mjóvanesi, er Helgi hjelt Gunnar Þiðranda- bana, þá var Helgi kvæntur í síðara sinni og átti fyrir konu Þór- dísi toddu Helgadóttur frá Hofi í Vopnafirði. Þá var það að Helgi fór upp undir Kiðjafell að helga þing og þá varð hann að treysta á dygð og drengskap konu sinnar með sakamanninn; orðin fjellu þó ekki líklega milli þeirra hjónanna um það mál, þótt reyndin 1) Bardaginn var eiðasta árið, sem sagan gerist, og er talinn i öllum elstu annálunnm að hafa átt sjer stað vorið 989. 2) Það virðist hafa verið lagt niður 2 árum áðnr, þegar eftir víg öeitis Lýt- ingssonar (987), eftir því sem segir í Vépnf.s. 3) Það, að þeir Þorkell Geitisson fara til Eyvindarár og þeir Bjarni Brodd- Helgason til Mjóvaness, bendir til að þingið hafi verið háð þetta vor austan Lagar- fljóts. 4) Hjer er ekki um fjórðungsþing, heldur vorþing að ræða. — Það mun óvist, hvar fjórðungsþing hafi verið háð i Austfirðingafjórðungi og jafnvel hvort þau hafi komist þar á nokkru sinni. ö) Þess er hvergi getið, hvenær tókst upp þinghald i Sunnudal; það kann vel að hafa verið fyrir 962. 6) Hjer er um 2 þing að ræða, af þeim 3, sem voru i Austfirðingafjórðungi. Innan fjórðungs voru þau ekki sundurgreind af neinum ákveðnum landamörkum, svo sem sýslur síðar. 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.