Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 37
37 tengt við þennan atburð, sem gerðist hjer á þessum stað fyrir rúm- um 900 árum. Síðan glataðist þingstaðurinn. Þegar eg var ungling- ur heyrði eg lærða menn hjer á Hjeraði tala um Lambanessþing sem týndan forngrip og eg man eftir því að þeir töluðu um þetta efni af tilfinningu. Þeim þótti vafalaust vænt um sögunna, en þeir álitu sem og var, að það mundi rýra gildi hennar; sjerstaklega heyrði eg þá óttast útlendinga í þessu sambandi. í þá daga litu menn til Upp-Hjeraðsins sem sjálfsagðra sögustaða frá fornöldinni og þar var skygnst um eftir þessum stað og eg var einn í þeirra flokki; en eftir að eg kyntist betur Ut-Hjeraði og hafði skoðað Krakalækjar- þingstaðinn, þá varð mjer það ljóst, að hjer hlaut að hafa verið brýn þörf á samkomustöðum. Hjer út frá hafði verið mörgum sinnum fjölhygðara en uppi á Hjeraði, og Fljótsdæla styrkti þessa hugmynd mína, þar sem hún segir, að einungis stykkið »austan Selfljóts fyrir utan Gilsá hafi verið hundrað bónda eign.« Jeg sá þvi, að hjer hlaut að vera stór eyða í austflrsku sögunum, hjer hefðu hlotið að gerast margir og miklir atburðir, sem hvergi voru skráðir. I mörg ár gekk eg með þetta í höfðinu og altaf ýttu forlögin mjer utar og utar á Hjeraðið og altaf varð eg var við eitthvað nýtt, gamlar bæjarrústir og söguleg örnefni. Síðast benti tilviljunin mjer á þennan löngu týnda sögustað — Lambanessþing, aðeins röskan klukkutíma gang fyrir utan Eiða. Eg læt mjer nægja að geta þess hjer, að staðurinn liggur mjög fagurlega, meðfram vatni, sem hið forna Lambanes geng- ur út í, þar hafa eflaust í þá daga verið skógi vaxnar brekkur nið- ur að vatninu, á stykki, þeim megin, sem þingstaðurinn er, og þegar alt kemur til greina, hygg eg að þessi staður sje með fegurstu stöð- um þessa lands og vafalaust sá best geymdi af þeim öllum, að öðru leyti vísa eg til lýsingar á Lambanessþingi, í fyrirlestur, sem eg hjelt hjer á Eiðum um það efni 1912 og sem birtur er í Oðni það ár.1) Sumarið 1915 kom Matthías fornminjavörður Þórðarson hjer 1) Hún er svo: „í landareign landsjóðsjarðarinnar Hrjóts i Hjaltastaðaþinghá er staðnr sá, er Vatnsskógur er kallaður. Staðurinn hefur i öndverðu fengið nafnið af skógi, sem þar hefir verið umhverfis svokallað Hrjótarvatn. A þeim timum hefir þessi staður verið einnkennilega fagur og er raunar enn í dag, þótt skógurinn sje horfinn. Þesgi staður takmarkast af á, sem Hurðarhaksá heitir og kemur sunnan úr fjöllum og fell- ur til norðurs fyrir austan Hamragerði og allar götur út fyrir neðan Hrjót; þar geng- ur hún í odd og snöggbeygir til vesturs á talsvert löngum vegi. Á þessu nesi er Hrjótarvatnið og umhverfis það hefur skógurinn staðið til forna, fagur og tigulegur. Hinar hrikalegu kolagrafir, sem þar eru víðsvegar, hera þess Ijósast vitni. Milli árinnar og vatnsins að austan gengur hár ás, er kallast Sjónarás. Hann er hæstur hjurumbil austur af miðju vatni, eða þó öilu innar. í vesturhlið ássins, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.