Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 39
39 Oddmarslækur? Jeg held vafalaust, að það hljóti að vera lækurinn, sem fellur úr Fljótsbakka-blánni niður á Hesteyrarnar. Rjett fyrir ofan eyrarnar er dálítið djúpt gil, og þar rjett hjá foss í læknum, sem hefir myndað gilið og þar hafa þeir fóstbræður hlotið að búa um sig. En við verðum að líta öðrum augum á það eins og það var þá en eins og það er nú. Þá voru engar Hesteyrar til. Þá fjell Fljótið upp í bakkana, upp í gilið, þar sera þeir grófu jarðhúsið. Þetta gerir það skiljanlegra, að svo lítil lækjarspræna skyldi geta borið moldina burtu. Síðar skaut eyrunum smátt og smátt upp, urðu grasi vaxnar og hafðar fyrir hestagöngu, þar af nafnið Hesteyrar, en við þetta breytti lækurinn um nafn og heitir nú Hesteyrarlækur. Þessi litli lækur hefir í öðrum skilningi sögulega þýðing, eftir minni skoðun, þar hefir að öllum líkindum verið veginn maður skamt frá, sem Oddmar hefir heitið, og lækurinn svo dregið nafn af atburðunum. Mundi ekki fundur Þorkels á Fljótsbakka um árið — þar á bökkunum skamt fyrir utan, geta staðið í sambandi við þetta?x) »Fyrir vestan Eiðaskóg,« segir í sögunni. Á þeim tíma var »alt skógi vaxið að húsum heim á Eiðum® eins og Þórdís todda sagði. Annars hafa í þá daga verið miklir skógar út um alt Hjerað, hvor girðingin fyrir sig um 40 faðma í hrÍDgmál. Ennfremur er hringmynduð girð- ing austur úr aðalgirðingunni um 40 faðma í hringmál. Einnig er einhvers konar girðing fast niður við vatnið, sem líktist rjett eða þess konar. Eins og yður mun kunnugt, fylgdi hverjum þingstað til forna þingbrekka, þvi, eins og gefur að skilja, var mjög erfitt fyrir þá, sem töluðu á þingunuro, að láta allan þingheiminn heyra jafnt til sin, nema þeir stæðu töluvert hærra, og því var þingbrekkan nauðsynleg. Þá stóð sá, sem talaði, uppi á brekkunui, en þingheimur- inn allur neðan undir. Eins og jeg hef áður minst á, hallar hjallanum, sem húðartóftirnar standa flest- ar á, frá austri og til vesturs að vatninu. Norðaustan á hjallanum hefir þvi vafalaust þingbrekkan verið, enda er þar einkar gott aðstöðu, þvi brekkan er hæfilega há og flatt móþýfi neðan undir, enda standa sumar húðartóftirnar utan undir brekkunni. Á öllum þingstaðnum hef jeg talið frá 15—20 búðartóftir, frá 12—40 álnir á lengd, en þær hafa lika getið verið fleiri, þvi þar sem hjallinn er hæstur eru lítils- háttar verksummerki eftir seinni aldar menn, en þar hafa búðirnar staðið þjettast, enda verið hættast þar að hlása upp. Það eitt útaf fyrir sig, að staðurinn er afgirtur, er gjarnan öflugasta sönnunin fyrir þvi, að jeg fari hjer með rjett mál; þvi hvað gat fornmönnum gengið annað til að afgirða þarna 5—6000 Q faðma á hrjóstngum klettahjalla og hlaða þar fyrir vist um 20 tættur? — Mjer vitanlega ekkert annað. — Það var líka beinlinis nauðsyn- legt fyrir þá að afgirða þingstaðina, einkum þar sem þeir lágu í þjetthygðum hjer- uðum, þvi þingstaðirnir voru friðhelgir og, að dómi Sigurðar heitins Vigfússonar fornfræðings, er Krakalækjar-þingstaður afgirtur.“ 1) Sbr. Árb. Fornleifafjel. 1917, bls. 84—35.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.