Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 40
40 einkum beggja megin Lagarfljóts alt út undir Eyjar. Á öllu þyi svæði hefi jeg sjeð óteljandi kolagrafir, fyrir utan það sem beinlínis var notað til eldsneytis og húsa. Það hefir lengi fram eftir öldum mynt á þessa skóga fram með Lagarfljóti. Magnús heitinn Jónsson frá Gröf sagði mjer, að alt fram að 1858 hefði verið talsvert mikill skógur í Fiskilækjarholtunum á Eiðum, en eftir þann fimbulvetur fór hann algerlega. Ennfremur sagði Snorri heitinn Wíum mjer, að hann hefði sem drengur eitt sinn riðið með föður sínum út með Lagarfljóti frá Hreiðarsstöðum i Fellum og þá hefði verið þar tals- verður skógur, og enn i dag heita Rjóður þar út með Fljótinu, og svona hefir það verið á stórum svæðum á Fljótsdalshjeraði. Nú standa þessar hríslur, sem eftir eru víðast hvar, sem landflótta menn efst uppi í fjallahlíðum. »Ketilormur hjet maður er bjó að Hrollaugsstöðum*, segir Fljóts- dæla enn fremur. Hann reið af Lambanessþingi með Helga Ásbjarn- arsyni í Eiða með 30 manna. Þessi frásögn um Ketilorm er sterk- asta sönnun þess, að Lambanessþing hafi verið fyrir utan Eiða, en ekki innan. Hefði hann komið ofan af Hjeraði og gist á Eiðum, þá var það ekkert frásagna vert, en við getum fyllilega ráðið í það af sögunum, að þarna var um heimboð að ræða, en ekki venjulega gistingu. Með öðrum orðum: Helgi bauð Ketilormi vini sínum og þeim hjónum með sjer í Eiða, með svo marga menn, er hann vildi, og þau hjónin þáðu heimboðið og riðu inn að Eiðtirn með 30 manna. Annars er sennilegt, að Helgi Ásbjarnarson hafi um þessar mundir verið var um sig og haft margt manna, eins og líka Fljótsdæla gef- ur í skyn. Hinar austfirsku sögur eru því miður smáar og sundur- leitar, ber illa saman innbyrðis og einnig við önnur rit, t. d. Land- námu og fleiri Islendingasögur. Þær eru eins og hrafl úr stórri heild, nema Hrafkelssaga Freysgoða, hún er heild út af fyrir sig, þó lítil sje. Fagurlega saman sett heild, en okkur hlýtur samt að flnnast, að efnið beri söguna ofurliða, að þar hefðu átt að koma fram fleiri persónur. Eins og jeg hefi áður'tekið fram, þá verðum við að líta öðr- um augum á sögurnai eða það timabil, sem þær gerast á, en á okkar tíma, og þegar þar við bætist, að sögurnar eru ekki nema hálfsagðar og við verðum að geta í eyðurnar. Fljótsdæla getur um Hof í Hróaratungu sem höfðingjasetur og ýmislegt bendir á, að svo hafl verið. Nú vitum við ekkert, hvar sá bær hefir staðið, með neinni vissu, og svo er um margt fleira þar um slóðir, það er hálf- glatað og meira en það. Um Ásólf hinn kristna og þá fjelaga segir svo, að þeir hafi komið út í Ósum á Austfjörðum, þó þeir af vissum áBtæðum tækju sjer ekki bólfestu fyr en suðurundir Eyjafjöllum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.