Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 40
40 einkum beggja megin Lagarfljóts alt út undir Eyjar. Á öllu þyi svæði hefi jeg sjeð óteljandi kolagrafir, fyrir utan það sem beinlínis var notað til eldsneytis og húsa. Það hefir lengi fram eftir öldum mynt á þessa skóga fram með Lagarfljóti. Magnús heitinn Jónsson frá Gröf sagði mjer, að alt fram að 1858 hefði verið talsvert mikill skógur í Fiskilækjarholtunum á Eiðum, en eftir þann fimbulvetur fór hann algerlega. Ennfremur sagði Snorri heitinn Wíum mjer, að hann hefði sem drengur eitt sinn riðið með föður sínum út með Lagarfljóti frá Hreiðarsstöðum i Fellum og þá hefði verið þar tals- verður skógur, og enn i dag heita Rjóður þar út með Fljótinu, og svona hefir það verið á stórum svæðum á Fljótsdalshjeraði. Nú standa þessar hríslur, sem eftir eru víðast hvar, sem landflótta menn efst uppi í fjallahlíðum. »Ketilormur hjet maður er bjó að Hrollaugsstöðum*, segir Fljóts- dæla enn fremur. Hann reið af Lambanessþingi með Helga Ásbjarn- arsyni í Eiða með 30 manna. Þessi frásögn um Ketilorm er sterk- asta sönnun þess, að Lambanessþing hafi verið fyrir utan Eiða, en ekki innan. Hefði hann komið ofan af Hjeraði og gist á Eiðum, þá var það ekkert frásagna vert, en við getum fyllilega ráðið í það af sögunum, að þarna var um heimboð að ræða, en ekki venjulega gistingu. Með öðrum orðum: Helgi bauð Ketilormi vini sínum og þeim hjónum með sjer í Eiða, með svo marga menn, er hann vildi, og þau hjónin þáðu heimboðið og riðu inn að Eiðtirn með 30 manna. Annars er sennilegt, að Helgi Ásbjarnarson hafi um þessar mundir verið var um sig og haft margt manna, eins og líka Fljótsdæla gef- ur í skyn. Hinar austfirsku sögur eru því miður smáar og sundur- leitar, ber illa saman innbyrðis og einnig við önnur rit, t. d. Land- námu og fleiri Islendingasögur. Þær eru eins og hrafl úr stórri heild, nema Hrafkelssaga Freysgoða, hún er heild út af fyrir sig, þó lítil sje. Fagurlega saman sett heild, en okkur hlýtur samt að flnnast, að efnið beri söguna ofurliða, að þar hefðu átt að koma fram fleiri persónur. Eins og jeg hefi áður'tekið fram, þá verðum við að líta öðr- um augum á sögurnai eða það timabil, sem þær gerast á, en á okkar tíma, og þegar þar við bætist, að sögurnar eru ekki nema hálfsagðar og við verðum að geta í eyðurnar. Fljótsdæla getur um Hof í Hróaratungu sem höfðingjasetur og ýmislegt bendir á, að svo hafl verið. Nú vitum við ekkert, hvar sá bær hefir staðið, með neinni vissu, og svo er um margt fleira þar um slóðir, það er hálf- glatað og meira en það. Um Ásólf hinn kristna og þá fjelaga segir svo, að þeir hafi komið út í Ósum á Austfjörðum, þó þeir af vissum áBtæðum tækju sjer ekki bólfestu fyr en suðurundir Eyjafjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.