Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 42
Smávegis.
Um nokkra staði og fornminjar,
er höf. hefir athngað á skrásetningarferðum sinum.
Eramhald greinanna í Árb. 1920.
Fornt mannvirki í DagverDarnesseli.
25. VII. 1911.
I Dagverðarnessels landareign, á vinstri hönd við veginn þá er
farið er niður að Dagverðarnesi, upp af nesi því er nefnist Saltnes,
beint fyrir norðan holt, sem kallast Þrívörður, er grjóthringur, eða
sem sporbaugshelmingur að lögun, afarstór, 40 fet að 1. og 30 að
br., og er grjótbunga, með grassverði og lyngi, í miðju. Virðist kunna
að vera forn haugur, en samansiginn og blásinn upp. Engar sagnir
eru um haug þennan, en gamlar getur um, að hann muni vera
forndys. — Sumum hefir þó komið til hugar, að hann mundi vera
samanhrunin fjárborg, en margt mælir á móti því að svo sje, svo
sem það, að engar dyr sjást á mannvirki þessu, engar slíkar fjár-
borgir þekkjast hjer, beitilandið er aðallega sunnar, o. s. frv. —
Samanhrunin varða virðist vera nyrzt í hring þessum, allmikil grjót-
þúst.
Fornar ekrur og tóttir á Ormsstöðum.
26. VII. 1911.
Skamt fyrir suðvestan bæinn á Ormsstöðum er allmikið svæði,
er nefnist »Ekrurnar«; dregur það nafn af (2) fornum ekrum, sem
eru sunnanundir næstu holtunum. önnur er með glöggum garði,
hjer um bil umhverfis, utaní brekku, rjett á móti suðri og í skjóli
fyrir norðanvindi, sem helst er þar að óttast. Þversum yfir ekruna,
heldur vestar en um hana miðja, er útflatt og óljóst garðlag, boga-
dregið, en ' garðlögin^ umhverfis mega heita bein. L. 360 fet, br. í
eystri endann 100 fet, en í vestri endann 68 fet.