Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 47
47 tíma í fyrndinni, hafl borið stein þennan heim ofan frá Bogahlíð í kyrtilskauti sínu, eða skikkjulafi sínu; í annari sögninni stendur: »í hempuvasa sínum«. — Bogahlíð er hins vegar í dalnum. — Um það er svo kveðið: Það var maður á þeirri tíð, þróttarmikill dári: Bar heim stein úr Bogahlíð burðugur Árum-Kári. I annari munnmælasögunni, þeirri er nefnir steininn kvernstein, segir að títt hafi verið að hella vatni í skálarnar á steininum á hverjum degi og svo sje sagt, »að Kári hafi mælt svo fyrir, að eigi mundu fleiri mjaltakonur verða í Selárdal, en svo, að skálar þessar nægðu þeim, til að þvo mjölt af höndum sjer í þeim«. Hin munn- mælasögnin bendir til hins sama, og sömu ummæli voru mjer einnig sögð um skálirnar. Eins og sjá má af lýsingunni hjer á steini þessum er hann al- gerlega ólíkur venjulegum kvernsteinum. Annað mál er það, að ekki er með öllu ólíklegt að sumir af þessum bollasteinum hafi verið notaðir í stað kvarna til þess að mylja í líkt og í mortjeri. En ekki er kunnugt um að slíkt hafi verið nefnt kvarnir eða þess háttar steinar kvernsteinar, aðrir en þessi1). Ekki styðst þetta nafn á stein- inum við sagnirnar um notkun skálanna, að þær hafi verið mund- laugar. — Sams konar sögn er og um bollastein á Arnarnúpi við Dýrafjörð, er enn verður nefndur. Raunar er allsendis líklegt að þessir bollasteinar hafi verið notaðir þannig. Þeir voru hentugir til til þess, þótt þeir væru ekki hreyfanlegir. En þó er ekki þar með sagt að þeir hafi verið gerðir tii þess, eða skálarnar í þá. Þar sem þeir finnast á kirkjustöðum, eins og hjér, má ætla, eins og dr. Kr. Kálund gerði2), að þeir sjeu gamlir vígsluvatnssteinar. Sá siður, að hella vatni á hverjum degi í skálarnar á þessum steini í Selárdal, gæti verið tilkominn svo í öndverðu, að jafnan skyldi þess gætt, að hafa vígsluvatn í skálunum; og að hann hefur verið svo vandlega höggvinn til bendir helst á, að hann hafi verið ætlaður til veglegrar notkunar, virðulegri enþeirrar sem munnmælin segja að hann hafi verið hafður til. Síðar kann að verða tækifæri til að rita nánar um þessa fornu bollasteina. 1) En minna má á „alfkvarnar11 í Sviaríki, smákolla í steinum. 2) Sjá „Blotbolier11 i Realreg. aftanvið Beskr. af Isl. (II, 507).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.