Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 50
50 Gamlar kirkjustoðir á Ásgeirsá. 15. VII. 1912. Á Ásgeiraá stóru, í Víðidal, eru í fjárhúshlöðu uorðurá túninu þrjár stoðir úr furu, einkennilegar og gamlar. Þær eru nú mjög dökkar að lit af elli og sóti, því að þær voru áður í eldhúsi, en að sögn voru þær fyrrum í Ásgeirsár-kirkju. Á einni þeirra er þessi áletrun: ANNO + 1648 oger útskorinn skjöldur með A + D og fb (A og D samandregnum) á fyrir framan. Sú stoðin er 265 cm. að lengd og hinar eru álíka langar. Breiddin á þeirri hlið, sem áletrunin er á, er 15 cm., þyktin er 10 cm. Allar stoðirnar hafa fyrrum verið bitar (í kirkjunni) og er gróp í annari röndinni, þeirri sem upp hefur snúið. Forn sögn um Dauðs-manns-kvísl á Víðidalstunguheiði. 15. VII. 1912. Um Dauðs-manns-kvisl á Víðidalstunguheiði, — en sú kvísl er upptök Víðidalsár — er sú saga, er nú skal sögð, eftir almennri, gamalli sögusögn i Víðidalnum. Þegar Ásgeirr æðikollr bjó að Ásgeirsá hafði hann í seli frammi á heiði, nálægt árkvísl einni. Eitt sinn fór Ásgeirr bóndi að vitja bús síns þar á heiðinni. Var sólskin og heitt veður. Hitti hann þá svo á, að hann fann smalamann sinn sofandi norðanundir hól ein- um þar skamt frá selinu. Hann svipaðist þegar um eftir ánum og er hann sá þær hvergi varð hann svo reiður smalamanni, að hann vó að honum þegar og veitti honum bana. Gekk hann nú upp á hólinn og suður af honum og fann hann þá hvar ærnar lágu allar í einum hóp. Bar hann nú smalamann dauðan að kvíslinni og dysj- aði hann þar og því heitir hún siðan Dauðs-manns-kvísl. Fornleifar hjá Holtastöðum. 8. VII. 1915. Hjer um bil mitt á milli Holtastaða og Hvamms í Langadal, í Holtastaðalandi eru 2 fornar tóttir kippkorn fyrir austan veginn og er fornleg girðing umhverfis þær önnur er nær frá austri til vesturs og er um 18 metra löng, á að giska, en hin er við vestur- enda hennar og er nær frá norðri til suðurs. Dyr virðast ekki hafa verið á milli þeirra, en á vesturgafii hinnar fyrri, miðjum, eru

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.