Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 56
vegar er torsóttara upp skriðuna og verður naumaat farið svo hljóð- lega að ekki heyrist í grjótinu. Á nibbunni við bælið er hið besta vígi og uppi í hlíðinni fyrir ofan það enn öruggara, og nóg af kaat- grjóti alsstaðar. Sagnir eru um það enn í Núpasveit og öxarfirði, að vegurinn fyrir framan núpinn hafi lagst af er Grettir lá í bæli þessu, og tóku menn að fara á bak við núpinn í krók. Þá mun Grettir hafa yfir- gefið bæli þetta, enda ekki ætlað það til langvistar. Það er þetta bæli, sem Brynjólfur Jónsson nefnir í grein sinni um Grettisbæli í Sökkólfsdal í Árb. 1894, bls. 31, og Kr. Kálund ræðir um í Isl. lýs. sinni, II, 186—187. Forn dys viö Magnavík. 10. VIII. 1912. Á hægri hönd við veginn frá Presthólum inn að öxarnúpi utan- vert við Magnavík, skamt fyrir norðan Valþjófsstaði og skamt frá flæðarmáli, virðist vera forn dys. Hún mun vera í Presthólalandi. Dysjar þeirra Þorgeirs Hávarssonar og Gauts Sleitusonar viö Hraunhöfn á Melrakkasljettu. 9. VIII. 1912. í Fóstbræðra-sögu segir greinilega frá vígi Gauts Sleitusonar, í 15. kap., og frá vígum þeirra Þorgeirs Hávarssonar, margra fjelaga hans og þeirra er áður fjellu fyrir þeim, í 16. og 17. kap, en í 18. kap. segir svo: »Sléttukarlar ruddu kaupskipit ok fluttu til lands

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.