Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 63
Alvíssmál.
Fornkvæðið Alvíssmál er í Sæmundar-Eddu einni,1 2) af fornbók-
um, akinnhandriti því er Brynjólfur byskup Sveinsaon nefndi svo og
nú er með tölumerkinu 2365 4t0 í gamla handritasafninu I konungs-
bókhlöðunni miklu í Kaupmannahöfn. Kvæðið er á 38.-39. bls., um
lVa bls., 28 + 19 = 47 línur i handritinu. Bezta útgáfa af þvi eins
og það er þar, er vitanlega eftirmyndin og meðfylgjandi ráðning
í bókinni vHándskriftet Nr 2365 4to gl. kgl. Samling« o s. frv., sera
þeir L F A. Wimmer og Finnur Jómson gáfu út í K.-höfn 1891. En
annars er það að finna í öllum útgáfum af Sæmundar Eddu. I útgáfu
Finns Jónssonar, þeirri er kom út í Beykjavík 1905 og algengust
mun vera hjer á landi, er kvæðið á bls. 161 — 168. Það er þar með
fjöldamörgum lagfæringum eða breytingum frá handritstextanum,
fært til venjulegs ritmáls og jafnframt í það form, sem útgefandinn
hefur álitið að það hafi haft í öndverðu, en hann ætlar það orkt í
Noregi á fyrri hluta 10. aldar. í bókmentasögu sinni, Den oldnorske
og oldislandske litteraturs historie, I (K.-havn 1894), bls. 165—70,
hefur hann að öðru leyti lát.ið í ljós skoðanir sínar á kvæðinu.
Af eldri, útlendura útgáfum af Sæmundar Eddu er útgdfa Soph-
usar Bugge, Christiania 1867, bezt; kvæðið er þar á bls. 129—34,
en einna nýjust og að ýmsu leyti fullkomnust af útgáfum Sæmund-
ar-Eddu er útgdfa R. C. Boers, Haarlem 1922. Hún er í 2 bindum
og er kvæðið í fyrra bindinu á bls. 108—12, en í síðara bindinu, á
bls. 126—33, eru ýmsar athugaseradir um það, skýringar og tilraun-
ir til leiðrjettingar.
Kvæði þetta er eins konar fræðikvæði, sett í sögulega umgerð,
líkt að því leyti Grímnismálum og þó einkum Vafþrúðnismálum i
Sæmundar-Eddu og sennilega orkt með því kvæði (Vafþrm.) sem
fyrirmynd; gerir Boer einkum glögga grein fvrir því á bls. 128 í 2. ba).
1) í E(Hn Snorra Sturlnsonar ern einnig 2 erindi úr kvæðinn, 20. og 30.
2) Fjölsvinnsmál eru einnig slikt fræðakvæði og raunar fleiri fornkvæði.