Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 66
64 Visum, 12., 18, 20., 22., 24., 30. og 32. Þetta bendir sterklega á, aö þessi röð sje hin eina upphaflega í öllum visunum og að hinar 6 sjeu færðar úr lagi, 10., 14, 16., 26., 28. og 34. R. C. Boer hefur reynt að færa þessi erindi í það lag, sem hann ætlar að verið hafi á þeim í öndverðu, en hann er þeirrar skoðunar, að röðin á »heim- unum« hafi ekki verið hin sama í þeim ölium og hinum 7; með eðli- legum breytingum verður þó röðin í 26. og 28. erindi eins hjá hon- um, svo að frábreytt röð verður að eins á 4 vísum: 10., 14., 16. og 34. Það þarf nú ekki að gera aðra breytingu á 26. v. svo að hún sje í samræmi við hinar flestar en að leiðrjetta dvergar í 5. 1. í alfar, svo sem Boer gerir (og jeg hefi gert fyrir 20 árum). Er sú breyting þvi fremur sjálfsögð, að í 6. 1. er í helju og hinar allar jafnframt í samræmi við allan fjöldann. — Annað mál er það, að 2 orð önnur virðast úr lagi færð í þessari visu og skal vikið að því síðar. — Næstum jafn-auðvelt er að kippa 28. v. í lið og lag með hinum nefnilega með því að láta 3. og 6. (löngu línurnar) skipta um sæti eins og Boer leggur til (og jeg sömuleiðis fyrir löngu), og setja í helju á venjulegan stað, á eftir lcalla, fyrir orðir halir, sem vitanlega á hjer alls ekki heima, því að það er alveg sama og menn í 1. 1. Það eru svo veikar ástæður, sem Boer hefur til að láta orðið halir standa (í 6. 1.), að óþarft virðist að ræða þær. — Boer hefur einnig (II. 127) dottið hið rjetta í hug, þótt hann hafi ekki farið eftir því, — að sumu leyti þess vegna, að hann álítur þessa vísu síðari viðbót. Hinar 4 vísurnar, 10, 14, 15. og 34., sem Boer álítur frábrugðn- ar hinum öllum, 9, að röðinni til, eru verri viðfangs. Verður hjer að gera ráð fyrir nokkru freklegri afbökunum en í hinum 2—3 og jafnframt öðrum heitum eða jafnvel kenningum á sumum veranna (»heimanna«). Skal nú tekin hver vísan fyrir sig og látnar í ljós tillögur til lagfæringar. 10. v. er í Sæmundar-Eddu þannig: Iorþ heitir mej> monwom en meþ alfoar fold. calla vega vanir. igr?n iotnar alfar groandi kalla ávr vp regin. Eins og tekið var fram i athugasemd við yfirlitið er alfom auð- sæ villa fyrir asom (ásum); alfar er í 5. 1. á sínum rjetta stað. All- ar línurnar, nema hin 6. ein, verða þannig eðlilegar. Nú má ætla að í 6. 1. hafi staðið upphaflega dvergar eða í helju, eða annað, er táknaði annaðhvort þeirra. En orðið, sem nú stendur, uppregin, eins

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.