Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 67
65
og hjer virðist eiga að lesa það, getur með engu móti tóknað dverga
nje l helju og rímsins vegna verður hvorugt sett inn í þess stað að
öðru óbreyttu í ljóðlínunni. Þá verður jarðarheitið í henni grunsam-
legt. Það virðist ekki verða lesið á annan veg en aur. Ekki er það
svo Bjálfsagt að jörðin heiti aur í helju eða að dvergar nefni hana
svo, að ekki megi telja eins líklegt að hún sje nefnd þar öðru nafni.
Eins og áður var minst á hefur Snorri Sturluson tekið upp 2
af vísunum í kvæði þessu, sem hann nefnir Alsvinnsmál ^), i bók
sína Eddu, Skáldskaparmál, 20. og 30. vísuna; þær eru í útgáfu
Finns Jónssonar, þeirri er kom út i K.-höfn 1900, 257. og 305. erindi
(bls. 131 og 137), en ekki eins og í Sæmundar-Eddu. Sýnir þetta að
Snorri hefur þekt kvæðið og má gera ráð fyrir að hann hafi notað
það víðar í Skáldskaparmálum, tekið úr því heiti á ýmsu. Að hann
hefur ekki tekið fleiri vísur úr kvæðinu, hefur komið til af þvi, eins
og hann kemst að orði, að honum þykir »óskylt at hafa í skáld-
skap« ýms skáldskapar-heiti, »nema áðr finni hann i verka höfuð-
skálda þvílík heiti« (útg. F. J., bls. 128). Þau skáldskapar-heiti, sem
hann telur upp, í sambandi við þessi ummæli, á himni, sólu og
tungli, benda t. d. til, að hann hafi haft í huga 12., 16. og 14. visu
Alvissmála. — Raunar eru þau heiti á himni og sólu, sem Snorri
kann að hafa úr Alvissmálum, einnig í hinum fornu nafnaþulum,
sem aukið hefur verið aftan við Skáldskaparmál, og Snorri hefur
enn fleiri heiti, sem eru í þeim þulum, en ekki í Alvíssmálum, en
óvíst er samt, að Snorri hafi sótt þau heiti í þessar þulur, eins lík-
legt, að heitin sjeu sótt i þær úr Skáldskaparmálum, Alvíssmálum
og öðrum fornum fræðum. Við lagfæriugar á Alvíssmálum er því
sjálfsagt að taka tillit til Skáldskaparmála og þulnanna. — Hvað
viðvíkur heitum á jörð, sem þessi, 10. vísa í Alvíssmálum er um, er
nú þess að geta, að Snorri nefnir þau ein (útg. F. J., bls. 128—29),
sem hann hefur fundið »i verka höfuðskálda« nokkurra, og setur
hann vísnahelmingana, sem þau heiti eru í, en þau eru þessi: jörð,
fold, grund, hauðr, land, láð, Hlöðyn, frón og Fjörgyn. Aur er ekki
nefnt. — A öðrum stað í Skáldskaparmálum (útg. F. J., bls. 92)
hefur Snorri ýmsar kenningar á jörð, og er þess ekki að vænta,
að aur sje nefnt þar. — I þulunum eru (sömu útg., bls. 208—9) 2
vísur samansettar af jarðarheitum einum, alla 43, og er meiri furða
að þar skuli ekki heldur vera nefnt heitið aur. Orðið aur í 6. 1. í
10. v. Alvíssmála fer að verða grunsamlegt, og einkum þar sem
það getur ekki heldur samrímst orðunum dvergar nje í helju. Búast
má helst við að línan hafi byrjað svo: Tcalla dvergar eða Jcalla ihelju
1) Alviss og Alsvinnr ern sömn merkingar.
6