Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 71
69 bersýnileg og hefur eins vel getað orðið fyrir miaheyrn sem mis- iestur1). Boer setur orðið Jcalla framan við línuna2 3); það er og jafnan i y í upphafi löngu línanna i þessum vísum öllum, nema í 6 1. í 12. v. Ritaranum hefur sennilega virzt fara illa á að setja kalla alsklr o. s. frv. og sjeð að rímsins vegna þurfti ekki að hafa kalla, og þar sem hann setti þessa línu síðasta gat hann því fremur slept því. — En hið sama kann og að hafa vakað fyrir skáldinu; hann kann að hafa slept hjer orðinu kalla, þótt hann hagaði orðunum í 3.-5. 1. eins og það stæði, en ekki samkvæmt setningaskipun 1.—2. 1 Loks er 34. v., siðasta vísa Allvíss. Hún er þannig í handritinu, Sæmundar Eddu. 01 heitir meþ monnom. eN caeþ asom bíoa kalla veig vanir. hreina lavg iavfwar eN i helio míoþ kalla svmbl svttungs synir. Röðin á »heimunum« er samkvæm reglunni, nema í 2 siðustu lin- unum: í helju, sem vænta mætti í 6. 1, stendur í 5 1, en i stað > dverga eða í helju eru þar Suttungs synir. Suttungr er jötunsheiti og kenningin getur því ekki merkt annað en jötna, enda kemur hún fyrir i Skírnismálum (34. v) í þeirri merkingu.8) En nú eru jötnar á sínum stað, i 4. 1., í vísunni og því enn meiri líkur til að kenningin sje afbökuð. Hún minnir á kenninguna dxa xynir í lö. v. og hefur bersýnilega aflagast á sama hátt, hefur verið Suttungs vinir. Sú kenning er ágæt dvergakenning, bysð á sætt Fjalars og Galars, er Suttungr gaf líf, þótt þeir hefðu drepið Gilling, föðui(-bróður) hans, og hann ætti als kosti við þá. Af öðrum kenningura og af því að fornsögn þessi er um skáldskaparmjöðinn, sem dvergarnir gáfu Sutt- ungi til sættar í föðurgjöld, er það ljóst, að hún var skáldunum vel kunn 4 * * *). — 1) Eftir að hafa framsett hjer þessa tillögu, befi jeg komist að raun um, að Finnur Magnússon hefur þegar fyrir löngu komið fram með hana, sbr. t. d. útg. Liin- ings af Eddu, bls. 163. 2) Eða lætur það vera kyrt í 3. 1., þótt hann skifti nm 3. og 6. 1. að öðru leyti. 3) Hún kann einmitt að vera kominn i Alvissmál 'beint úr Skirnismálum. 4) Próf. Herm. Liining hefur i útg. sinni af Eddu (Ziirich 1859), á bls. 183 nm., látið þá skoðun í ljósi, að hjer hlyti að vera ritvilla i kenningunni. Hann nefnir þetta i sambandi við leiðrjetting Finns Magnússonar á kenningunni ása vimr, og má þvi gera ráð fyrir að Liining hafi jafnvel áiitið að sama villa hafi orðið í þessari kenningu, Suttungs synir. i

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.