Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 72
70
Þar sem röðin á »heimunum« er i þessari visu rjett, með þessari
leiðrjettingu, i öllum línunum, nema 5. 1. og þar sem orðin i helju
ekki að eins eru þar á rangri hillu, heldur óhæf í sömu visu og
kenning eða heiti á dvergum er i, þá hljóta þau að vera röng, kom-
in inn fyrir afbökun. í 11 af visunum er alfar i þessari 1. og með
sjálfsagðri leiðrjettingu í hinni tólftu (14. v.), eða með öðrum orðum
i öllum vísunum, nema þessari. Því virðist mega telja fullvist að
hjer hafi einnig verið alfar, eða annað heiti eða kenning á álfum.
Til þess að 5. 1. rimi við 4. 1., sern er svo í handritinu: hreina-
lög jötnar, verður, að öðru óbreyttu, heitið eða kenningin á álfum
að byrja á h eða hafa það í samstöfu, sem áherslu er á. í nútiðar-
máli þarf ekki lengi að leita til þess að finna annað heiti á álfum,
sem byrjar á h, því að í daglegu tali eru þeir nefndir huldufólk;
einstakur álfur er nefndur huldumaður og er það að vísu gamalt
heiti. En varhugavert þykir mjer að telja líklegt að verið hafi huldu-
menn eða huldufólk í staðinn fyrir alfar í 5 1. og ósýnt þykir mjer
hversu alfar hafa verið kendir. Eins og 1. og 2. 1. i 10. v. eru rímað-
ar saman þannig: *Jörð heitir með mönnum, — en með ásum fold«,
eins kunna 4. og 5. 1. í þessari (34.) visu að hafa verið rímaðar
saman svo: Hreinalög jötnar,— en alfar mjöð;« enda var venjulegt að
ríma saman j og hljóðstafi. En hjer er fleira athugavert og nægir
ekki að ná ríminu. Það kann að virðast næsta óeðlilegt að kalla öl
mjöð, sem var algengur drykkur og líklega all-ólíkur öli, en þó
verður ekki þvertekið fyrir, að skáldið hafi kunnað að gera það í
þessu sambandi.1). Orðið eða orðin hreina lög, sem ekki koma fyrir
annars staðar svo sem heiti á öli, eru í rauninni miklu grunsam-
legri. Að kalla öl lög er vitanlega ekki rangt, en að kalla það hreina-
lög er næsta óeðlilegt og ölinu betur lýst sem legi með öðru en að
kalla það hreint. Þetta vekur grun um að vísuhelmingurinn hafi
allur aflagast, fyrst líklega kenningin í 6. 1. og er sú afbökun varð
til þess, að hvorki í helju nje dvergar var í vísunni, þá var i helju
sett í 5. 1., en vegna þess, hversu það var sett í hana, þurfti að
hafa ölsheiti með h i upphafi i 4. 1. Afbakanin er orðin til fyrir
gleymsku, misminni og misskilning, og vísuhelmingurinn að eins
rimað rugl.
Það virðist litlum vafa geta verið undirorpið hvaða heiti á ölinu
hefur verið í 4. 1., við hliðina á mjöð í 5. 1., nefnilega það heiti,
sem optast er haft í fornu máli á öli og sjerstaklega er mjöður er
nefndur jafnframt: mungdt. Það mætti og heita næsta undarlegt,
1) Sbr. útg. F. Detters og R. Heinzele af Sæmundar-Eddu, II., 313,